Færsluflokkur: Mannréttindi
Fimmtudagur, 26. september 2013
Ættleiðingar og Íslendingabók
Púkinn vill benda á að þótt sá einstaklingur sem hér um ræðir geti ekki fengið rétt ætterni sitt skráð á opinbera pappíra, þá getur hann fengið upplýsingarnar skráðar í Íslendingabók ef honum svo sýnist.
Þar gildir nefnilega sú regla að ættleiddur einstaklingur ræður því almennt sjálfur hvort hann er þar tengdur blóðforeldri eða kjörforeldri.
Það er að vísu sú undantekning að hafi blóðforeldrið gefið barnið til ættleiðingar og skrifað undir alla lögformlega pappíra því viðkomandi, þá hefur blóðforeldrið rétt til að hafna því að barnið sé tengt við sig, enda telst viðkomandi þá ekki lengur foreldri viðkomandi í lagalegum skilningi.
Samkvæmt fréttinni mun þetta hins vegar ekki vera raunin hér - báðir aðilar virðast sáttir við fjölskyldutengslin og Púkinn vill því hvetja viðkomandi til að senda Íslendingabók upplýsingar um sig - hafi þeir ekki gert það nú þegar.
Ættleiðing verður aldrei aftur tekin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Er sannleikurinn óþægilegur? (lokun á DoctorE)
Það er búið að loka á bloggið hjá DoctorE.
Það sem hann vann sér til sakar var að efast um geðheilsu eða siðferði hinnar misheppnuðu jarðskjálftaspákonu - að vísu með róttækara málfari en Púkinn myndi nota.
Púkinn er hins vegar í meginatriðum sammála DoctorE - manneskja sem kemur fram og hræðir auðtrúa einstaklinga með svona spádómum á annað hvort við einhvers konar vandamál að stríða eða er hreinn og klár svikahrappur.
Púkinn hvetur alla til að hlusta á viðtalið við "sjáandann" og mynda sér sína eigin skoðun á geðheilsu og siðferði viðkomandi.
Skoðun Púkans er hins vegar sú að sé það stefna blog.is að loka á þá sem segja sannleikann, þótt hann sé óþægilegur, þá efast Púkinn um að hann muni eiga samleið með blog.is mikið lengur.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (78)