Þriðjudagur, 31. ágúst 2010
Fetaostur bannaður á Íslandi
Það má vera að einhverjum þyki broslegt að framleiðendum ákveðinna vörutegunda skuli vera bannað að nefna vörurnar sínu venjulega nafni, þar sem þær eru ekki framleiddar á "réttum" stað.
Þeir sem styðja inngöngu Íslands í ESB verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að sambærilegar reglur myndu gilda á Íslandi. Við megum t.d. eiga von á því að í því "aðlögunarferli" sem núverandi stjórnvöld eru að þröngva upp á þjóðina, þá verði þessar reglur innleiddar á Íslandi og þá verði t.d. framleiðendum á íslenskum "feta" osti gert að breyta um nafn á sínum vörum - til að mega kallast "feta" verður osturinn jú að vera framleiddur í Grikklandi úr kinda/geitamjólk.
Það er kannski best að byrja bara strax að prenta umbúðamiða fyrir "Dala hvítost", eða hvað?
Kampavín" bannað í Ástralíu að kröfu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Athugasemdir
Sé ekkert að reglunum um nafn Feta ostsins, frekar en að Cognac verði að vera framleitt í rétta héraðinu í Frakklandi. Íslendingar ættu að gera sömu kröfu varðandi skyrið, sem nýtur síaukinna vinsælda erlendis.
Brjánn Guðjónsson, 31.8.2010 kl. 10:30
Þetta verður hvort sem er tekið upp í gegnum EES samninginum ef íslendingar ætla sér að flytja þennan ost út.
FETA er varið vörumerki í alþjóðlegum viðskiptum. Eina ástæða þess að þetta er látið vera varðadi Ísland er að þetta hefur ekki verið flutt út.
Það kemur mér hinsvegar ekkert á óvart að fólki finnist það í lagi að þeim sé seld fölsk vara. Þar sem þetta er ekki raunverulegur FETA ostur samkvæmt öllum skilgreiningum.
Jón Frímann Jónsson, 31.8.2010 kl. 10:31
Brie og Camembert mögulega líka.
Axel Þór Kolbeinsson, 31.8.2010 kl. 10:38
Íslendingum finnst í góðu lagi að þeim sé seld fölsk vara eins og dæmin sanna: Dettur einhverjum t.d. í hug að notað sé kampavín í kampavínsbætta súpu á veitingastöðum. Svo er vatns-bindiefna-loftbólu áleggið líklega séríslenskt fyrirbrigði þegar kjötvinnslur setja jafnþyngd vatns og kjöts í álegg og útkoman verður einskonar gúmmíálegg sem er ekkert nema svikin vara. Ef maður setur slíka skinkusneið á heita pönnu minnkar hún þegar vatnið sprautast út og verður á stærð við frímerki. Svo er t.d. Stroganoff frá ýmsum framleiðendum (kannski 1944?) sem á ekkert skylt við Stroganoff sem skal vera búið til úr nautalundum og engu öðru. Þannig er t.d. lambastroganoff ekki til! Hér á landi eru stunduð vörusvik út um allt og alltaf erum við heimsku Íslendingarnir tilbúnir að láta ljúga inn á okkur vöru. Fyndnasta dæmið er þó þegar smástráklingar kaupa sér vélknúna inkaupakerru fyrir japanskar húsmæður, setja á þær spoiler og stórt púströr og fullyrða síðan í alvöru að þeir séu á sportbíl!
corvus corax, 31.8.2010 kl. 11:24
Ég get ekki séð neitt athugavert við að viss heiti megi líta á sem eins konar vörumerki, sem hafa það formál að halda uppi ímynd um ákveðin gæði. Hvað ætli Þykkbæingar segðu við því, ef ónýtt drasl yði selt í útlöndum sem "Þykkvabæjarkartöflur" (þótt það sé ólíklegt), eða eitthvað sull framleitt úr þurrmjólk markaðsett í útlöndum sem KEA-skyr? Hins vegar getur skyr í sjálfu sér varla orðið verndað heiti, þar eð það er of almennt, ekki frekar en joghurt.
Í mínum huga geta ekki verið nein vandamál í sambandi við að kalla vörur eithvað annað. Þótt ekki megi setja t.d. Champagne á flöskumiðann eða í auglýsingum, þá er það ennþá kallað champagne í munni fólks í enskumælandi löndum, þótt framleiðendur freyðivíns í Bretlandi og Bandaríkjunum hafi neyðzt til að breyta nafninu í "Babysham" eða eitthvað álíka. Þótt framleiðendur á Feta-osti í Grikklandi, koníaki í Cognac, kampavíni í Champagne, sérstökum pizzum í Napoli, sherry í Jérez og portvíni í Oporto hafi lengi barizt fyrir banni við að nota þeirra nafn fyrir alla svipaða framleiðslu, þá einskorðast þetta alls ekki við Evrópu eða ESB. Enda þótt hægt hafi verið að banna Dönum beint að nota Feta og ekki Íslendingum. Annað er og ekki síðri ástæða fyrir að banna Dala-Fetaostanafnið er að ekta Feta-ostur er framleiddur úr geitarmjólk, en ekki Dalaostur. Og persónulega sé ég ekkert athugavert við nafnið "Dala-hvítostur" og tel ekki, að það muni seljast neitt minna fyrir vikið.
Fólk á heimtingu á að geta séð strax hvort að sá matur eða vín sem það kaupir, sé ómerkileg eftirlíking eða ósvikin vara.
Ég vil taka það fram að þótt ég myndi aldrei setja neitt af ofantöldu inn fyrir mínar varir, þá hefur það ekki haft áhrif á þessa skoðun mína.
Vendetta, 31.8.2010 kl. 12:58
FETA ostur heitir feta ostur í svíþjóð og er framleiddur þar innan ESB.. Feta ostur heitir feta ostur hér í noregi og er noregur í EES.. frekar aum ádeila á ESB finnst mér.
Óskar Þorkelsson, 31.8.2010 kl. 14:26
Úr hverju er osturinn gerður í Noregi og Svíþjóð ?
Hér á Íslandi er hann úr kúamjólk, og það er svindl, rétt eins og ef hrossabjúgu væru kölluð kindabjúgu.
Börkur Hrólfsson, 31.8.2010 kl. 21:26
Þetta er nú með aumknarverðara ESB væli sem ég hef heyrt....
Ég spyr nú bara, myndir þú kaupa Rússneskt freyðivín og servera það sem Kampavín í veislu?
Feta ostur er einfaldlega ekki búinn til úr kúamjólk.....
Myndum við sætta okkur við ef eitthvað jógúrtafbrigði úr geitamjólk væri markaðssett sem Skyr?
Kamui (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 01:27
Sæll Púki.
Kaupi Evrópusambandið af okkur hvalkjöt, mega þeir alveg kalla það Búlgarska beljusteik mín vegna.
Dingli, 1.9.2010 kl. 05:43
Það eru í raun tvö óskyld mál hér.
Annars vegar það að íslenski fetaosturinn er ekki ekta og ætti alls ekki að vera kallaður "feta" - það jaðrar hreinlega við vörusvik.
Hitt er að jafnvel þó hann væri gerður úr kindamjólk (eða geitamjólk að hluta), samkvæmt öllum reglum þá mætti hann samt ekki heita Fetaostur samkvæmt reglum ESB, þar sem hann er ekki framleiddur í Grikklandi.
Púkinn, 1.9.2010 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.