Þjóðareign auðlinda: Merkingarlaust kjaftæði

Það hljómar sjálfsagt vel í eyrum sumra að segja að auðlindir skuli vera sameign þjóðarinnar, en þegar betur er að gáð, er þetta merkingarlaust kjaftæði - innihaldslaus frasi sem á ekkert erindi í stjórnarskrána.

Ástæðan er einföld - eignarréttur er einskis virði ef ráðstöfunarréttur fylgir ekki, eða arðurinn af auðlindinni.

Í Sovétríkjunum gömlu var sagt að verksmiðjurnar væru eign verkamannanna sem unnu í þeim - aftur innihaldslaus orð - verkamennirnir höfðu engan möguleika á að stjórna verksmiðjunni eða ráðstafa framleiðslu hennar og nutu ekki arðsins af framleiðslunni.

Það sama á við um náttúruauðlindirnar - til hvers í ósöpunum að segja að þjóðin eigi tilteknar auðlindir, þegar rétturinn til að ákvarða hvort, hvernig og af hverjum auðlindin er nýtt er ekki í hennar höndum?  Já svo ekki sé minnst að að arðurinn af auðlindinni rennur ekki til meintra eigenda.

Nei, íslenska stjórnarskráin er ekki staður fyrir innihaldslaust kjaftæði - það er nógu slæmt að hafa það í sölum Alþingis.


mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Þór Skúlason

Er ekki einmitt aðalmálið að sjá til þess að þjóðin njóti réttmæts arðs af auðindunum? Það finnst mér vera aðalatriðið. Hugsanlega er einhver útfærsla á eignaréttar og nýtingarréttarákvæði í stjórnarskrá leiðin til þess. Ég vil að minnsta kosti láta reyna á það.

kv.

Jóhannes Þór Skúlason

http://johannesthor.com

http://facebook.com/johannesthorskulason

Jóhannes Þór Skúlason, 19.10.2010 kl. 13:26

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Nú er ég sammála þér Friðrik, þjóðin er ekki lögaðili og getur ekki átt neitt. Það getur hins vegar Íslenska ríkið, og ríkinu er stjórnað af fulltrúum okkar, sem við kjósum til þess arna. Stjórnkerfið í austurvegi var með nokkuð öðrum hætti eins og við vitum.

Í stjórnarskránni eiga eingöngu að vera grundvallarreglur, fáar, stuttar og um fram allt skýrar. Ég skil reyndar ekki af hverju við þurfum að standa í öllu þessu veseni nú á þessum tímum við að semja nýja stjórnarskrá. Það eru til margar stjórnarskrár í veröldinni sem hafa reynst vel og væri hægt að þýða og nota lítið breyttar.

Gísli Sigurðsson, 19.10.2010 kl. 13:28

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sameign þjóðarinnar, í vörslu íslenska ríkissins er texti sem gengur upp bæði lagalega og tilfinningalega.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.10.2010 kl. 13:36

4 Smámynd: Jónas Jónasson

Eign þjóðarinnar - Eign ríkisins = AGS.

Þessi múgsefjunnarleikur er bara óþolandi og ránið heldur bara áfram um hábjartann dag sem nótt, til að viðhalda bara helvítis uppbyggingarkjaftæðinu og snobbinu.

Vantar sjúkrahús fyrir hjartasjúklinga? nei

Vantaði okkur Hörpuna eða Landeyjarhöfn? jaaaaá! 

Út á hvað gengur lífið í sjávarplássum á Íslandi?

Þann daginn sem landsmönnum verða gefnar frjálsar kvótlausar fiskveiðar skal ég fyrstur fagna og ætti að vera okkar takmark til leiðréttingar á lágmarks mannréttindum hér á landi og hvernig það er gert? jú það er vel hægt að vinna með því að setja bara þyngdarkvóta á fiskiskip og takmörkun veiðarfæra.

Sú lagasetning myndi drepa kúgunnarvélar bankanna samstundis ásamt öllum útgerðarrisunum Íslands.

En við Íslendingar erum svo nýjungarfælnir, afbríðissamir og alltof uppteknir yfir því að bera okkur saman við aðrar þjóðir, því miður.

Jónas Jónasson, 19.10.2010 kl. 13:42

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Útrásarvíkingarnir eru með 50 til 60 frystitogara,

ryksjúgandi lífsbjörgina frá þjóðinni ,og leggja

fiskimiðin í rúst.

Stæði Jóhanna við loforð sitt við þjóðina,

frjálsar handfæra veiðar, leysti það atvinnuvanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 19.10.2010 kl. 13:52

6 Smámynd: Púkinn

Ef einhver heldur að klausa um að "Auðlindir séu sameign þjóðarinnar" muni fela í sér jafnan rétt allra til nýtingar á auðlindunum, þá er viðkomandi á villigötum.

Púkinn, 19.10.2010 kl. 14:13

7 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þjóðin=Ríkið. Þjóðnýting á auðlindum hefur alltaf endað með skelfingu.
http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/

Þorsteinn Sverrisson, 19.10.2010 kl. 16:53

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gísli Sigurðsson er sammála Friðrik, hvaða Friðrik var búinn að setja inn athugasemd? Er púkinn kannski Friðrik hjá LÍÚ.

Sigurður I B Guðmundsson, 19.10.2010 kl. 18:04

9 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Svona, svona, rólegan æsing! Til hvers heldur þú að verið sé að blása til stjórnlagaþings? Meðal annars til þess að koma svona atriðum eins og þú þylur upp inn í stjórnarskrána. Vertu feginn maður !!

Vonandi verður „ ... rétturinn til að ákvarða hvort, hvernig og af hverjum auðlindin er nýtt ... “ settur inn í stjórnarskrá. Einnig það að ákveðinn arður eða leigugjald skuli renna til ríkisins (þ.e. þjóðarinnar).

Svo er ég rúmlega 100% sammála síðustu málsgreininni þinni.

Magnús Óskar Ingvarsson, 19.10.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband