Stjórnlagaþing (1) Hverja á að kjósa?

stjornlagathing-180.pngPúkinn er ekki ánægður með hvernig staðið er að kynningu á frambjóðendum til stjórnlagaþings.  Jú, jú - margir þeirra eru með FaceBook síður þar sem þeir kynna sig og sín baráttumál - nú og svo er von á bæklingi með kynningum á næstu dögum, en staðreyndin er einfaldlega sú að hinn mikli fjöldi gerir mönnum erfitt fyrir að velja þá frambjóðendur sem hafa sömu áherslur og maður sjálfur.

Púkanum finnst að einhver hefði átt að gera eftirfarandi - setja upp vefsíðu þar sem fólk er spurt um afstöðu sína til t.d. 10 helstu álitamálanna sem beint varða stjórnarskrána, og afstaða fólks síðan borin saman við afstöðu frambjóðendanna.

Púkanum finnst skrýtið að enginn skuli hafa tekið sig til og komið saman slíkri síðu - þetta er nokkurra daga verk fyrir góðan forritara og frábært tækifæri t.d. fyrir einhvern sem vill koma sér og hæfileikum sínum á framfæri.

Þess þarf að vísu að gæta vandlega að slík síða sé hlutlaus varðandi fyrrnefnd ágreiningsmál - leiðandi eða misvísandi spurningar myndu skemma fyrir - slík síða væri ekki tekin alvarlega.

Sambærilegar síður hafa verið gerðar áður - t.d. fyrir Alþingiskosningar.

Mesta vinnan við svona síðu fælist í því að skrá afstöðu frambjóðendanna, en það er þó leysanlegt vandamál.

Enn eru rúmlega tvær vikur til stefnu - hvernig væri að einhver myndi bara drífa þetta af - já, og gera það almennilega - þetta kerfi sem er núna uppsett á dv.is er meingallað - Púkinn getur ekki tekið alvarlega kerfi sem segir að hann eigi að kjósa Jón Val Jensson.


mbl.is Tveir búnir að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

DV tók af skarið.

http://www.dv.is/stjornlagathing/konnun/

Mætti gera betur, en þetta er þó í áttina.

Matthías Ásgeirsson, 10.11.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Púkinn

Það er eitthvað verulega undarlegt við formúlurnar hjá DV .... ef ég sé ekki mikla samsvörun milli minna skoðana og skoðana frambjóðenda sem ég "ætti" að kjósa samkvæmt þeim.

Púkinn, 10.11.2010 kl. 14:26

3 Smámynd: Vendetta

Það sem mér finnst líka vera galli, það er þessi stutti tími. Mér finnst, að það mætti vel hafa þessar kosningar t.d. 11. des., jafnvel í janúar (með sélögum) til að gefa kjósendum kost á að kanna fortíð og viðhorf frambjóðenda betur.

Það gæfi líka ákveðnum frambjóðendum með beinagrindur í skápnum og lík í lestinni tækifæri á að athuga sinn gang. Það er betra að draga framboð sitt til baka en að allt springi eftir að viðkomandi hefur verið kosinn á þingið.

Vendetta, 10.11.2010 kl. 14:48

4 Smámynd: Vendetta

Annars er ég sammála Púkanum í því að frambjóðendur ættu að þurfa að svara spurningum beint að þeim. T.d. hafa flestallir eitthvað með lýðræði og jafnrétti á "stefnuskránni", en það væri gustukaverk ef þeir væru fáanlegir til að skilgreina nákvæmlega havað frambjóðandinn leggur í þessi hugtök. Hvernig lýðræði og hvernig jafnrétti.

Vendetta, 10.11.2010 kl. 14:56

5 Smámynd: Púkinn

Það má bæta því við að ég var að ræða við DV og þeir tóku vel í ábendingar mínar um breytingar á kerfinu.  Ég vonast til að endurbætt kerfi verði komið í gagnið fljótlega.

Púkinn, 11.11.2010 kl. 12:02

6 Smámynd: Vendetta

Ég er sammála þér í sumu (t.d. andstöðu við ESB), en ekki öðru t.d. varðandi skóga (ég tel að það eigi að vera mikið meiri áherzla á skógrækt) og svo varðandi kjördæmaskiptingu. Eins og kjördæmaskiptingin er í dag, þá vegur hvert atkvæði úr sveit (fámennum kjördæmum) þyngra en atkvæði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var enn verra áður en kjördæmum var fækkað síðast. Þú vilt fjölga kjördæmum og auka þetta misrétti enn á ný, enda ertu sveitamanneskja að eigin sögn.

Nema þú viljir láta skipta upp núverandi kjördæmum þannig að það verði nákvæmlega jafn margir kosningabærir í hverju kjördæmi á hverjum tíma, sem myndi þýða að þá ætti að endurskoða kjördæmaskiptinguna fyrir hverjar kosningar, búferlaflutninga milli kjördæma. Þetta yrði illframkvæmanlegt. Ég er líka hræddur um að fjölgun kjördæma vinni á móti fækkun þingmanna.

Eina leiðin til að gefa öllum atkvæðum jafnmikið vægi er að gera allt landið að einu kjördæmi. Þá er líka auðveldara að fækka þingmönnum niður í 30, eins og þú hafðir hugsað þér, þótt fækkun þingmanna úr 63 í 30 myndi þýða minna lýðræði þrátt fyrir sparnað. Auk þess verður fjöldi þingmanna (eins og í nefndum) að vera oddatala, þannig að þeir yrðu ekki 30, heldur 29 eða 31 talsins. 

Svo væri anzi fróðlegt að heyra frá þér (þú ert ekki skyldug til að svara) hvað þú leggur í hugtökin raunverulegt lýðræði og raunverulegt jafnrétti/jafnræði. 

Vendetta, 11.11.2010 kl. 12:04

7 Smámynd: Púkinn

Uppfærsla 2:

DV er búið að laga kerfið sitt og niðurstöðurnar eru miklu betri núna. 

Ég vil vekja athygli á því að ef menn telja afstöðu frambjóðenda til einhverra spurninga hreinlega ekki skipta máli, þá er hægt að velja "Vil ekki svara", og þá er sú spurning ekki tekin með í útreikningunum.

Púkinn, 11.11.2010 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband