Að rægja krónuna

Látum okkur nú sjá...

Fyrst færir Kaupþing stóran hluta af sínu eigin fé yfir í danskar krónur og evrur.  Síðan byrjar Sigurður Einarsson að tala niður krónuna, svona á svipaðan hátt og Bandaríkjastjórn talar um Castro - það sé ekki spurning um hvort hún muni hverfa, heldur hvenær - og hvað komi á eftir.

Púkinn er í sjálfu sér sáttur við þetta - í rauninni mjög sáttur.   Meira svona tal og þá munu þessir útlendu bankar sem hafa verið að gefa út þessi svokölluðu "jöklabréf" vonandi fara að hika.

Þessi bréf hafa stuðlað að allt of miklu ójafnvægi í efnahagsmálum, gert krónuna allt, allt of sterka og skapað alvarlega ógnun við útflutningsfyrirtæki og ferðamannaiðnaðinn.

Púkinn segir "Niður með krónuna!", því þá fer hann að græða.


mbl.is Segir íslensku krónuna munu hverfa með tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krónan er löngu dauð....hafi hún einhvern tíma verið "lifandi"!

Anna BM (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Með svipuðum rökum munu svipaðir menn segja Ísland of lítið osfrv og hverfa af landinu á stærri mið.

Ólafur Þórðarson, 9.2.2007 kl. 16:42

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þeir eru á móti hinu sjálfstæða lýðveldi Íslandi. Þeir myndu selja ömmu sína fyrir rétt verð.

Fannar frá Rifi, 9.2.2007 kl. 17:05

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já hvað ætli amman kosti, og gæti verið að hún kunni að stoppa í sokkana mína og nærbuxur? Já og eldað oní mig líka og ryksugað. Endilega setja mig í samband, mig vantar nýja ömmu!

Ólafur Þórðarson, 9.2.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband