Olíufurstarnir og dómstóll götunnar

Væntanlega munu margir lýsa vandlætingu sinni á þessari frávísun Héraðsdóms, enda liggur fyrir að olíufélögin höfðu viðskiptavini sína að fíflum og höfðu í raun fé af öllum almenningi með því að okra á opinberum aðilum þannig að við, skattborgarar landsins, þurftum á endanum að borga brúsann.

Þeir sem eru ósáttir við þetta hafa hins vegar eitt ráð - versla við Atlantsolíu.

Púkinn gerir það - fyllti á bílinn sinn hjá Öskjuhlíðinni áðan.  Eins og enska orðatiltækið segir: "put your money where your mouth is".

Að lýsa vandlætingu sinni á Héraðsdómi eða olíufélögunum en halda síðan áfram að versla við þessa aðila er hrein hræsni, ekkert annað.

Púkinn er hluti of dómstóli götunnar og stoltur af því.


mbl.is Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Veit ekki hvort það sé hræsni, fólk er ekkert endilega að pæla voða mikið þegar það fer sem hver annar heiladauður neytandi og fær sér hamborgara með frönskum eða fyllir á bílinn.
Það þarf lög yfir svona þjófa og svikamyllur. Þeir eru hvað duglegastir sjálfir að kenna fórnarlömbunum um að vera fórnarlömb.

Ólafur Þórðarson, 9.2.2007 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband