iTunes á Íslandi

Púkanum finnst það athygliverðar fréttir að fyrirtæki íhugi að selja tónlist á MP3 formi án afritunarvarna.

Það er hins vegar spurning hvort það hafi nokkuð að segja fyrir okkur Íslendinga.  Púkinn notar vefinn gífurlega mikið til að leita að tónlist sem honum líkar.  Pandora er að sjálfsögðu tær snilld í þeim tilgangi, en sá vefur leyfir notandanum að velja uppáhaldslög eða hljómsveitir og leitar síðan að "svipuðum" lögum.

Notendur pandora.com geta síðan farið inn á amazon.com til að kaupa geisladiskana eða á itunes.com til að kaupa stök lög.

Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni.  iTunes vill ekki selja til Íslands. Það eru leiðir fram hjá því en að öllu óbreyttu er Apple hreinlega að hvetja til ólöglegrar afritunar.

Púkinn er með iTunes forritið í tölvunni sinni, þar sem hann geymir um 1800 MP3 lög sem eru fengin af þeim geisladiskum sem hann á.  Það er fjöldinn allur af lögum sem Púkinn myndi glaður kaupa á $0.99, ef hann ætti þess kost - en Apple vill ekki selja hingað.

 Steve Jobs ætti ef til vill að taka til í þessum málum áður en hann fer að þrýsta á önnur fyrirtæki.


mbl.is EMI íhugar að hætta notkun afritunarvarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband