Íslensk ómenntastefna

TeachingÞegar Finnar gengu í gegnum sína efnahagskreppu með tilheyrandi niðurskurði, þá reyndu þeir að hlífa menntakerfinu eftir bestu getu - reyndu jafnvel frekar að styrkja það.  Þeir gerðu sér grein fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem fælust í vel menntuðu fólki - sér í lagi tæknimenntuðu.

Stjórnvöld á Íslandi deila ekki þessari sýn.  Þau sætta sig við grunnskólakerfi sem er til háborinnar skammar (samanber nýlegar fréttir um að talsverður hluti nemenda í 10 bekk sé ekki fær um að lesa sér til gagns), framhaldsskóla sem útskrifa nemendur með "ómarktæk" stúdentspróf (samanber umræðu um fyrirhuguð innökupróf í Hagfræðideild H.Í) og háskóla sem eru meira og meira að þróast í þá átt að vera ekki fyrir alla, heldur bara fyrir þá sem hafa efni á dýru námi.

Nú á að skera enn frekar niður á framhalds- og háskólastigi, en Púkin fær ekki séð hvernig það getur leitt til annars en að ástandið versni enn frekar.

Púkinn er eiginlega kominn á þá skoðun að stefna stjórnvalda sé að halda niðri menntunar- og þekkingarstigi þjóðarinnar - það er sennilega auðveldara að stjórna heimskum sauðum en hinum.


mbl.is Framhaldsskólar fá minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband