Að skrá börn í trúfélög...

Púkinn er þeirrar skoðunar að sjálfvirk skráning barna í trúfélag móður sé tímaskekkja, sem hefði átt að vera búið að leiðrétta fyrir löngu.

Þetta er álíka fáránlegt og ef börn væru sjálfkrafa skrað í stjórnmálaflokk föður.

Þeir foreldrar sem taka trú sína alvarlega (en vonandi fer þeim nú fækkandi) geta að sjálfsögðu skráð börn sín í sín í hvaða trúfélög sem þeim sýnist - og börnin síðan skráð sig sjálf úr þem ef þau vilja þegar þau hafa aldur og þroska til, þannig að þetta breytir í raun litlu fyrir þann hóp.

Helstu áhrifin verða á þá sem eru "hagstofutrúaðir" - eru gjarnan skráðir þjórkirkjuna, en leiða hugann sjaldan að því eða þá trúmálum yfirleitt.

Púkinn fagnar því að börn þeirra séu ekki skráð sjálfkrafa í trúfélög. 

Enn eitt lítið skref í rétta átt.


mbl.is Sjálfvirk skráning í trúfélög afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta.  Það er með ólíkindum að börn séu skráð í þjóðkirkjuna við fæðingu og þá einblínt á trúfélag móður, sem oftar en ekki hefur líka verið skráð inn við fæðingu og ekkert gert í því, og svo hún verið skráð eftir sinni móður.  Þetta er bara falsaðar tölur svo ekki sé meira sagt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 10:48

2 identicon

Sammála.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband