Varfærni er góð

Norðmenn hafa aldrei verið þekktir fyrir ævintýramennsku - að minnsta kosti ekki eftir að víkingatímabilinu lauk.  Efnahagsmál þeirra eru líka í góðu lagi, peningum safnað í sjóði og verðbólgan og vextir í góðu lagi.

Nú snerta íslensku hávextirnir Púkann ekki beint, enda skuldar henn ekki neinum neitt - hver myndi líka vilja lána litlu bláu kríli pening - en hins vegar getur Púkinn ekki annað en velt fyrir sér hvað það er sem Norðmenn eru að gera rétt og Íslendingar gætu lært af þeim.

Kannski Íslendingar ættu bara að reka seðlabankastjórana sína og semja við Norðmenn um að stjórna þeim.

Heia Norge! 


mbl.is Verðlag og verðbólga lækka í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband