Enginn af ofanfarandi!

Það sem Púkanum fannst merkilegast við þessa nýju skoðanakönnun er að 54.8% tóku afstöðu, sem með öðrum orðum þýðir að 45.2 % gerðu það ekki - tæpum helmingi kjósenda líkar ekki neinn af þeim kostum sem eru í boði.

Púkinn er aldrei spurður álits í svona könnunum, enda bannmerktur í þjóðskránni - hins vegar hefði hann verið í þessum óakveðna hópi.

Eins og Púkinn hefur sagt áður, þá er hann í svolitlum vafa um pólitískan lit sinn, en telur sig helst vera blágrænan.

Þessi skoðanakönnun styrkir grun Púkans um að mun fleiri séu sama sinnis - þeim hugnist einfaldlega enginn af þeim kostum sem eru í boði.

Ástæðurnar geta verið margvíslegar, en í tilviki Púkans er hann að vonast til að sjá raunhæfan "hægri-grænan" valkost.

Margrét og Ómar - hvar eruð þið? Þjóðin þarf á ykkur að halda.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Þessi prósent sem ekki tóku afstöðu gætu líka verið óákveðin.

Guðmundur D. Haraldsson, 11.2.2007 kl. 12:31

2 Smámynd: Púkinn

Er glasið hálffullt eða hálftómt?  Fólk getur verið óákveðið vegna þess að tveir eða fleiri kostir höfði jafn mikið til þeirra, alveg eins og að enginn kostanna höfði til viðkomandi.

Niðurstaðan er þó sú sama - enginn valkostanna er nákvæmlega það sem viðkomandi vill. 

Púkinn, 11.2.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband