Prestur stelur kirkju - og skrifar bók

radicÞað eru ekki bara harðir trúleysingjar sem tala um presta sem svikahrappa - það gera einnig sóknarbörn First Congregational Church í bænum Ripon í Kaliforníu.

Séra Randall Radic falsaði skjöl sem gáfu honum eignarhald yfir kirkjunni og prestsetrinu og fékk fjórtán milljón króna lán út á það.  Síðan seldi hann eignirnar fyrir rúmar 35 milljónir króna.

Peningana notaði hann síðan meðal annars til að kaupa sér nýjan BMW.

Presturinn sat inni í sex mánuði, en er nú laus og stefnir að því að gefa út bók um málið.  Hann segist hafa gert tæknileg mistök, en í ófullkomum heimi geri menn ófullkomna hluti.

Söfnuðurinn hefur náð kirkjunni aftur, en málaferli standa enn yfir vegna prestsetursins.  Nýi presturinn þeirra býr á meðan í hjólhýsi. 

Bók prestsins má finna hér en von er á fleiri bókum frá honum, þar á meðal væntanlegri metsölubók um svikamálið.  Púkinn mælir ekki með þessum bókum undir nokkrum kringumstæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Er hann nokkuð í framboði til þings líka?

Hlynur Þór Magnússon, 15.2.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek undir ofanritaðan.  Eitthvað sunnlenskt við þennan mann.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband