Lögfræðingar í Undralandi

aliceBaugsmálið vakti Púkann til umhugsunar um undarlega hegðun lögfræðinga og í framhaldi af því komst hann að því að árlega eru ýmsar viðurkenningar veittar á því sviði.

Samkvæmt The Times í London var sigurvegari ársins 2006 lögfræðingurinn Bob Moodie, sem mætti fyrir rétt klæddur eins og Lísa í Undralandi til að vekja athygli fjölmiðla á því sem hann taldi vera yfirhilmingu stjórnvalda.

Dómari ársins var Florentino Flore jr. sem var vikið frá störfum eftir að hann hafði lýst því yfir að hann nyti aðstoðar þriggja ósýnilegra dverga, Luis, Armand og Angel við dómarastörfin.

Vitni ársins var Gail Sheridan, sem bar vitni í máli manns hennar gegn News of the World, sem hafði sagt hann taka þátt í kynsvalli.  Gail sagði manninn sinn svo leiðinlegan að það skemmtilegasta sem hann gerði um helgar væri að lesa orðabækur til að finna löng orð til að nota í Scrabble.

Sigurvegari í flokki vonlausra málssókna var lögfræðingurinn Jens Lorek, sem leitaði einstakinga sem hefðu verið numdir á brott af geimverum, til að geta höfðað mál fyrir þeirra hönd.

Og svo finnst fólki Baugsmálið vera skrípaleikur....huh!


mbl.is Dómari stöðvaði skýrslutöku saksóknara í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband