Málfarið í fréttum mbl.is

Það liggur við að Púkinn fái verki við að lesa sumt af því sem er skrifað á mbl.is. Skopum t.d. nokkur dæmi úr þeirri grein sem þessi bloggfærsla tengist.

"Hann til Danmerkur sl. föstudag."

Hér vantar orðið fór.

"E-töflurnar fundust í íbúð þar sem Íslendingurinn dvaldi í."

Hér átti væntanlega að standa "íbúð þar sem Íslendingurinn dvaldi" eða "íbúð sem Íslendingurinn dvaldi í".

"Á sama tíma handtók lögregla höfuðborgarsvæðisins 26 ára gamlan íslenska karlmanna við komuna til Íslands með flugi frá Kaupmannahöfn."

Hér átti væntanlega að standa "íslenskan karlmann".

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Púkinn rekur augun í hroðvirknislega unninn texta á mbl.is, en því miður virðist svona dæmum fara fjölgandi.


mbl.is Lögreglusamvinna til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband