Væri best að breyta bara einni grein núna?

voteboxPúkinn er kominn á þá skoðun að úr því sem komið er, þá ætti bara að breyta einni grein í stjórnarskránni núna - það verður aldrei sátt um vinnu sem er gerð á hraðferð á síðustu dögunum fyrir kosningar og allt of líklegt að yrðu einhverjar breytingar barðar í gegn þá myndi nýtt þing ekki samþykkja þær, heldur bera því við að málið þurfi nánari skoðun.

Það er einfaldlega búið að klúðra þessu máli of illa.

Nei, það sem á að gera núna er að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem segir hvernig skuli breyta stjórnarskránni.

Í stað þess að þing sé rofið strax og breytingar hafa verið samþykktar, efnt til þingkosninga og síðan þarf nýtt þing að samþykkja breytingarnar, þá ætti að krefjast þess að breytingar njóti aukins meirihluta (t.d. 3/4) í þingi og séu síðan samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekkert þingrof - enginn æsingur við að samþykkja breytingar á örfáum dögum.


mbl.is Alþingi samþykki stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband