Rafmagnsbílar og aðrir bílar

hydrocarPúkinn er að velta fyrir sér hvort hann sé óþarflega tortrygginn, eða hvort það sé tilviljum að þetta útspil ríkisstjórnarinnar komi fram einmitt núna, rétt fyrir kosningar, þegar flokkarnir virðast vera í einhvers konar grænkukeppni.

Nú má ekki skilja það sem svo að Púkinn sé andvígur þessu útspili - síður en svo.  Hér er um að ræða verulega framför frá því viðhorfi sem ríkti hjá stjórnvöldum áður fyrr.

Púkin man eftir því að fyrir um 20 árum síðan var einn rafmagnsbíll hér á landi, sem stóð lengi á gólfinu á jarðhæð VR-II byggingar Háskólans.  Ástæða þess að bíllinn var þar var að í stað þess að stjórnvöld á þeim tíma styddu tilraunanokkun slíks bíls hér á landi, var þvert á móti unnið gegn notkun hans, til dæmis með kröfum um greiðslu á þungaskatti - ekki vegna þess að bíllinn væri sérstaklega þungur, heldur vegna þess að hann var ekki bensínknúinn.

Púkinn ekur sjálfur mjög lítið - innan við 5000 kílómetra á ári, enda gengur hann venjulega í vinnuna.  Púkinn á hins vegar bíl, sem ekki telst sérstaklega vistvænn - ef til vill verður brátt tími til að skipta honum út, til dæmis fyrir einhvern framúrstefnulegan rafbíl eins og þann sem sjá má á meðfylgjandi mynd.


mbl.is Ríkisstjórnin vill stuðla að aukinni notkun vistvænna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband