Vítamín eru góð (í hófi)

baetiefni1Það er ekkert nýtt að bent sé á skaðleg áhrif af ofneyslu vítamína, en Púkinn vill nú samt minna á að ekki eru öll vítamín undir sömu sök seld.

Til einföldunar má skipta vítamínum í tvo flokka, vatnsleysanleg og fituleysanleg.

Fituleysanlegu vítamínin geta safnast upp í líkamanum og það eru þau sem geta valdið eiturverkunum og geta verið lífshættuleg í óhófi.  Þetta eru A, D, E og K vítamín.

Ofneysla A vítamíns getur valdið einkennum eins og flagnandi húð, hárlosi, beinverkjum, en ofneysla D vítamíns getur valdið hægðatregðu, þunglyndi og almennum slappleika.  Enn stærri skammtar geta síðan valdið lífshættulegri nýrnabilun.  E og K vítamín geta einnig valdið eitrunum, en þær eru mun sjaldgæfari, enda er mun algengara að fólk taki inn stóra skammta af A og D vítamínum, til dæmis með lýsisneyslu, en E og K.

Púkinn hefur einnig heyrt að ísbjarnalifur innihaldi það mikið magn af A (og D) vítamínum að hún sé stórhættuleg en grænlenskir veiðimenn munu víst hafa lært þá lexíu fyrir longu síðan.

Eins og Púkinn sagði, þá er þetta ekkert nýtt.

Vatnsleysanlegu vítamínin (B og C) eru hins vegar meinlausari þótt þau séu tekin í óhófi þar sem hjá fólki með eðlilega nýrnastarfsemi skiljast þau jafnóðum út með þvagi.  Samt er ofneysla þeyrra ekki alveg meinlaus.  Púkinn notaði sjálfur á sínum tíma mikið af C-vítamíni á formi freyðitaflna, þegar hann var að venja sig af kókdrykkju.  Var svo komið að dagneyslan mun hafa verið um 2 grömm af C-vítamíni.

Áhrifin létu ekki á sér standa - hlandið í Púkanum varð svo súrt að hann endaði á spítalanum með nýrnasteina.

Síðan þá hefur Púkinn farið varlega í vítamínneyslunni.


mbl.is Fjörefnin banvæn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Má líka lengi spara sér vítamín átið með langdvölum í sólinni við Þingvallavatn

Er ekki að verða kominn tími á sumarbústað?

Baldvin Jónsson, 6.3.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Eins gott að vinna ekki lýsi úr ísbjarnarlifur.. best að halda sig bara við gamla góða þorskalýsið, þetta með sítrónubragðinu og svo taka B-stress þegar á þarf að halda.

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.3.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband