Misheppnað uppeldi?

Þegar Púkinn heyrir sögur af níu ára búðarþjófum þykir honum það benda til þess að eitthvað hafi misfarist í uppeldinu.  Krakkar á þessum aldri hafa ekki enn náð þeim þroska að gera fullkominn greinarmun á því sem er rétt og því sem er rangt (en spennandi) - varla hafa krakkarnir verið að stela sér til matar, en það er hlutverk foreldranna að kenna börnunum þetta.

Refsingar af hálfu hins opinbera eru tæpast viðeigandi - í flestum tilvikum ætti að duga auðmýkingin af því að þurfa að mæta í verslunina með foreldrunum.  Það er hins vegar spurning um ábyrgð foreldra sem eiga born sem leiðast út í svona - hvað er að á heimilinu? 

Stundum finnst Púkanum að fólk þyrfti að fá leyfi til að eiga börn - svona eins og til að eiga hund.


mbl.is 9 ára stúlkur staðnar að búðarhnupli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvurslags sleggjudómar eru þetta. Það getur margt bjátað á hjá níu ára börnum, s.s. skilnaður foreldra, fráfall nákominna ættingja eða vina, erfiðar fjárhagsaðstæður eða mikil veikindi aðstandenda. Það er enginn fótur fyrir því að einfalda líf barna með þessum hætti, þau lifa jafn flóknu ef ekki flóknara lífi en fullorðnir einstaklingar. Ég vara við einföldun og áfellisdómum útfrá 1 línu í slíkri frétt.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 08:55

2 Smámynd: Púkinn

Sleggjudómar?  Púkinn stendur við það sem hann segir - ef börn gera svona hluti þá er eitthvað að í uppeldinu, hvort sem það eru vanhæfir foreldrar, erfiðar aðstæður eða annað, eða að börnin séu bara í slæmum félagsskap. 

Foreldrarnir bera ábyrgðina. 

Púkinn, 7.3.2007 kl. 10:39

3 identicon

Ég er sammála Púkanum varðandi það að í svona tilfellum hafi eitthvað farið úrskeiðis í uppeldinu rétt eins og þegar 17 ára unglingar missa sig algjörlega í umferðinni. Í svona tilfellum eiga foreldrar virkilega að fara í naflaskoðun og skammast sín.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 10:44

4 identicon

Ég veit nú ekki betur en flestir krakkar prufi að stela einhvertímann. Minn gerði það og læri af því. Ég myndi halda að ef þau lærðu ekki af því ÞÁ væri eitthvað að uppeldinu.

siggasteina (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 10:55

5 Smámynd: Púkinn

Púkinn telur síðustu athugasemd vísbendingu um það hvað er að í íslensku þjóðfélagi.

Púkinn, 7.3.2007 kl. 11:06

6 identicon

Púkinn er greinilega óvenjumikill engill. Ég hefði áhyggjur af því

siggasteina (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 11:17

7 Smámynd: birna

Börn geta fallið fyrir freistingum.

Það skiptir máli hvernig brugðist er við slíkum uppákomum
 * bannað að stela
 * málið er alvarlegt
 * ég elska þig samt ennþá
einföld skýr skilaboð

Mér finnst þetta eiginlega krúttlegt, en ég þori samt ekki að segja það, þá finnst púkanum ég vera glötuð móðir.

 b

birna, 7.3.2007 kl. 14:18

8 identicon

Sæll púki

 Til hamingju með að vera svona fullkomin og frábær og geta sett þig í hlutverk siðapostula.   Ég er ekki ókunnug málinu þar sem ég er móðir annars barnsins sem átti hlut að máli.  Það er skrítin tilfinning að vera úthrópaður hér af manneskju sem ég (vonandi) þekki ekki, sem dómgreindarlaus fáviti.  

 Svo þér líði ögn betur (án þess að það komi þér eða öðrum við) þá er dóttir mín vel gefin og oftast skynsamt barn .  Þetta kom okkur sannarlega í opna skjöldu og þetta hefur að sjálfsögðu verið rætt og á þessu verður tekið.

Ég minnist þess að hafa gert þetta sjálf í kaupfélaginu heima sem krakki; við vinkonurnar vorum reyndar ekki nappaðar en maður skammaðist sín og maður hefur þar af leiðandi ekki stundað þetta í seinni tíð.   Ég ætti náttúrulega að vera á upptökuheimili og foreldrum mínum mistekist hrapalega, allavega samkvæmt fólki eins og þér?

 Þú getur huggað þig við að skilaboðin þín hafa komist til skila; allavega hefur amma barnsins lesið sleggjudóma þína um fjölskyldu sína.   Af því tilefni vil ég minna þig á að aðgát skal höfð í nærveru sálar og það sjá allir það sem sett er á netið (eins og var svo snilldarlega sett fram í nýlegum sjónvarpsauglýsingum).

Svo óska ég þér góðs og áfallalauss lífs, og um leið vona ég að þú og þín börn sleppið við sleggjudóma misvelgefinna, sjálfskipaðra siðapredikara á netinu

Þórhildur (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 15:43

9 identicon

Þetta er kaldhæðnislegt á svo margan hátt að Hobbitinn veit vart hvar skal byrja.

Maðurinn sem móðir barnsins þurfti að uppfræða um netsiðferði og útbreiðslu svívirðinga á netinu, og gengur hér undir dulnefninu Púkinn, heitir allajafna Friðrik Skúlason og hefur lifibrauð sitt af því að gefa út vírusvarna forrit og er landsmönnum kunnur fyrir að veita sjónvarpinu viðtöl um allt sem tengist internetinu og tölvutækni.

Annað sem er kaldhæðnislegt er að dóttir hans er líklega með ofdekraðasta barni sem Hobbitinn hefur fyrirhitt eða heyrt í. En Hobbitinn myndi aldrei skrifa það undir nafni af ótta um starf sitt.

Hobbitinn (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 16:59

10 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hér í dentíð þá var til þetta "svo kallað líf" bara venjulegt líf með allri sinni armæðu. Síðan kemur netið og þá varð til sú kenning að til væri "raunheimar" og eitthvað sem kallað var "netheimar" nú býr svo við að þessir "netheimar" eru orðnir hluti af þessu sem við köllum "raunheima" og skildi fólk því vara sig að vera með sleggjudóma eins og hér á þessarri síðu hjá "púkanum". Til að mark sé takandi á "púkanum" þá ætti hann að sína framá frammúrskarandi uppeldi (sem hann greinilega getur ekki samkvæmt "hobbitanum) og því ekki marktækur á hvað er gott uppeldi. Sjálfur hef ég stolið og dóttir mín líka en ég beitti hana sömu brögðum og notuð voru á mig og undan svíður enn í dag, bæði hjá henni og mér. það að ég leiddist út í að stela hafði ekkert með uppeldið að gera, ég á 4 systkyni (ekki stálu þau) samt fengum við sama uppeldið!!!!

púki komdu nú með frambærilegri rök....ef ekki þá telst hobbitinn hafa rétt fyrir sér þar til annað sannast.

Sverrir Einarsson, 13.3.2007 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband