Not fyrir óperutónlist

vienna_operaPúkinn er ekki aðdáandi óperutónlistar - en það hefur af sumum verið talið merki um vanþroska Púkans á sumum sviðum, svona á svipaðan hátt og að Púkinn vill hvorki sjá koníak né ólífur.

Óperutónlist einfaldlega heillar Púkann ekki og hann hefur ekki séð not fyrir þessa tegund tónlistar.

Nú er hins vegar búið að upphugsa ný not fyrir þessa tegund af tónlist.   Lögreglan í Vín hefur átt í vandræðum með dópista og róna sem hafa lagt undir sig Karlplatz neðanjarðarbrautarstöðina.

Það hefur verið ákveðið að leika óperutónlist samfellt úr hátölurum stöðvarinnar í þeim tilgangi að fæla þennan hóp í burtu þar sem þeir eru nú ekki þekktir fyrir áhuga sinn á henni, samkvæmt talsmanni lögregunnar.

Púkin veit ekki hvort þetta mun virka - en hitt er víst að þessi aðferð myndi duga til að fæla Púkann í burtu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúrúinn

Örugglega magnað að vera á trippi þarna í dúndrandi bergmáli af Reið valkyrjanna

Gúrúinn, 7.3.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband