Föstudagur, 9. mars 2007
"Road rage"
Geðvonska ökumanna fer vaxandi jafnhliða því að ökuleiðir lengjast og tafir aukast.
Áður fyrr var það nánast óþekkt að fólk sæti langtímum saman hálfstopp í bílalestum innan höfuðborgarsvæðisins, en því miður fer það nú vaxandi.
Þetta snertir Púkann ekki svo mikið þar sem hann fer nú venjulega fótgangandi til vinnu - hressilegur 30 mínútna göngutúr er góð byrjun á deginum, en þetta er hins vegar vel þekkt vandamál í öðrum löndum, þar sem umferðarteppur hafa þekkst áratugum saman og þar brýst þessi pirringur ökumanna stundum út sem "road rage", sem getur lýst sér á ýmsa vegu, allt frá aftanákeyrslum af ásetningi, til þess að draga upp skammbyssu og skjóta á næstu bíla.
Púkinn vonar að ástandið fari ekki á þann veg hér á landi, en því miður sýnist honum þjóðfélagið stefna í þá átt.
Úrillir ökumenn á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.