Forritun fyrir stráka!

geneticprogrammingPúkinn styður að sjálfsögðu allt sem getur aukið áhuga námsmanna á forritun.  Það sem Púkanum finnst hins vegar merkilegt er hvers vegna svo virðist sem keppni eins og þessi höfði fyrst og fremst til strákanna.  Nú veit Púkinn reyndar ekki hvort staðan hefur breyst í ár, en þegar keppnin var haldin 2005 hétu keppendur Kvennaskólans Einar, Einar Óli og Hinrik, svo eitt dæmi sé tekið.

Séu myndir frá síðustu keppni skoðaðar, þá er karlpeningurinn allsráðandi.  Hvað veldur?

Þátttaka í svona keppni er gott veganesti fyrir starfsferil á hugbúnaðarsviðinu og góður árangur er vel þess virði að nefna hann á starfsferilslýsingunni þegar að því kemur að sækja um "alvöru" störf.

En, það eru að meirihluta strákar sem gera það.  Púkinn hefur sagt áður að hann myndi gjarnan vilja ráða fleiri kvenkyns forritara og kerfisstjóra, en þær þær virðast bara ekki vera til.

Hvar eru femínistarnir og jafnréttissinnarnir núna?


mbl.is Forritað af kappi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Væntanlega... en hvers vegna? Það er verulegur skortur á forritunarmenntuðu fólki - ef þetta nám myndi höfða jafnt til beggja kynja ætti sá skortur að minnka.

Púkinn, 10.3.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: halkatla

meinarðu að femínistar ættu að þvinga konur til að læra forritun? hvað geta þær svosem gert og afhverju skiptir máli hvar þær eru? Annars er ég ekkert ósammála þér, það eru miklu fleiri strákar að læra þetta heldur maður, en samt er hlutfall þeirra sem ég þekki sem hafa lært forritun eða kerfisfræði eitthvað um 60/40 karlmönnum í vil. Ég veit nefninlega um nokkrar konur sem hafa þessa menntun og ein þeirra er mesta successið af þeim öllum, enda er hún eldri. Þetta er dularfullt mál með keppnirnar, en það er samt eiginlega mjög líklegt að karlmenn og strákar hafa miklu meira keppnisskap en stelpur og konur. Það er bara þannig og þeir eru í meirihluta við að stunda þetta nám.

halkatla, 10.3.2007 kl. 13:03

3 Smámynd: Púkinn

Það sem Púkinn er ósáttur við eru hlutir eins og að ýmsir heimta jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og gerð jafnréttisáætlana innan fyrirtækja, en virðast ekki vilja viðurkenna að af einhverjum ástæðum höfða sum störf ekki jafnt til beggja kynja þannig að í sumum greinum er eingaldlega skortur á hæfum einstaklingum af öðru kyninu.

Punkturinn í þetta skiptið var nú kanski frekar spurningin um hvort einhverju væri unnt að breyta í náminu til að það höfðaði meira til kvenfólksins.

Púkinn, 10.3.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Púkinn

Púkinn horfir bara á það sem hann sér og hverjir sækja um vinnu hjá honum. Mikill meirihluti þeirra umsókna sem hann fær um tæknilegri störf eru frá strákunum.

Púkinn, 10.3.2007 kl. 17:23

5 Smámynd: birna

ég hef ekkert algilt svar við þessari kynskiptingu í tölvunarfræði. Mér skilst meira að segja að hlutfall stúlkna í námi sé að lækka! frekar en hitt.

En mig grunar að ein ástæðan fyrir því að stelpur hugsi ekki fyrst til forritunar sem framtíðar starfs, sé nörda-ímyndin af faginu.

Félagslega einangraður feitlaginn strákur með hálfétna pizzu við hliðina á sér, hefur aldrei slysast á að kaupa sér smart föt og talar um ljóshraða og kann fyrstu 100 aukastafina í pi.

þetta er ekki alveg að heilla

birna (forritari)

birna, 11.3.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband