Laugardagur, 10. mars 2007
Gott nafn - eða ekki?
"Íslandsflokkurinn" - er það gott nafn eða ekki? Púkinn er ekki alveg viss. Annars vegar lýsir það nokkuð vel því sem framboðið vill standa fyrir - framtíð landsins sem heild, en ekki bara hagsmuni einhvers tiltekins þröngs hóp, eins og til dæmis "Kristilegi frlokkurinn" eða "Þjóðernissinnaflokkurinn".
Á hinn bóginn er þetta nafn nokkuð ... stórt. Púkanum fannst á sínum tíma ákaflega ósmekklegt af Árna Johnsen að keyra um á bíl með skráningarnúmerinu "'ISLAND", og að vissu leyti á það sama við hér.
Þrátt fyrir góðan vilja er það ljóst að þessi flokkur mun aldrei ná meirihlutafylgi, þannig að hann mun aldrei geta talað fyrir allt Ísland - hann mun laða til sín óákveðna og fólk sem vill breytingar - fólk sem er orðið þreytt á núverandi ástandi, en telur sig samt ekki eiga samleið með neinum þeirra flokka sem þegar eiga fulltrúa á þingi.
Hvert endanlegt fylgi verður þegar talið verður upp úr kjörkössunum ræðst af mörgu - hvað önnur framboð gera til að halda í sitt fólk, hvort eitthvað verður af framboði aldraðra, hverjir verða á framboðslistunum, hverjar áherslur flokksins verða í öðrum málum - það er ekki nóg að segjast bara vilja höfða til blágræna fylgisins og treysta á óánægjufylgið en síðast en ekki síst því hvort frambjóðendur slysast til að koma með einhverjar heimskulegar yfirlýsingar sem fæla fólk í burtu á síðustu stundu.
Púkinn er ekki að segja að hann hafi neina tillögu um betra nafn - hann átti allt eins von á að sjá eitthvað eins og "Framtíðarflokkurinn", en við sjáum til hvort þetta skýrist ekki á næstu dögum.
Íslandsflokkurinn vinnuheiti á áformuðu þingframboði Margrétar Sverrisdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.