Skyndi-skyndibitar

turbochef-oven_12Sumum finnst hraðinn stöðugt fara vaxandi í þjóðfélaginu - of mikið sé um það að fólk sé að flýta sér að hlutum sem það ætti njóta þess að gera rólega.

Púkinn rakst nýlega á gott dæmi um þetta - bakaraofn sem framleiðendurnir segja að geti eldað matinn 15 sinnum hraðar en hefðbundinn ofn.

Þetta nýja tækniundur nefnist  TurboChef Speedcook og byggir á öflugum blástursofni sem beinir heitum loftstraumi bæði ofan og neðan að réttinum.  Þar að auki er örbylgjutæknin notuð til að hita réttinn innanfrá á sama tíma.

Verðið er rúm hálf milljón, en nánari upplýsingar má fá hér.

Púkinn er nú ekki alveg sannfærður um að hann myndi vilja svona skyndi-skyndi-skyndibita. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband