Þriðjudagur, 13. mars 2007
Reykingamenn - annars flokks fólk
Það vinna nokkrir reykingamenn í fyrirtæki Púkans, en að sjálfsögðu er reynt að venja þá af þessum ósóma - til dæmis með því að láta þá híma reykjandi út undir norðurvegg, skjálfandi í næðingnum.
Púkinn ætlar ekki að prédika hér um heilsufarsleg áhrif reykinga, eða þau jákvæðu áhrif sem reykingamenn hafa á ellilífeyriskerfið með því að lifa skemur. Nei, athugasemd dagsins er frá sjónarhóli þess sem þarf að velja milli margra umsókna um sama starf.
Ef tveir jafn hæfir umsækjendur eru um sama starf og annar er reyklaus í vinnunni en hinn ekki, er sá reyklausi ráðinn - svo einfalt er það. Reykingamenn þurfa að vera hæfari en reyklausir umsækjendur til að fá starfið.
Púkinn fagnar annars mjög fyrirætlunum um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum hér á landi, en það er ekki umræðuefnið í þetta skiptið.
Breskir reykingarmenn taka sér hálftíma reykingapásur frá vinnu á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ekki viss um að þetta standist lög. Það má ekki mismuna fólki eftir því hvort það reykir eða ekki. Það má hins vegar banna reykingar í vinnunni á vinnutíma, ekki bara inni heldur líka úti. Þá skiptir engu máli hvort umsækjendur eru reykingamenn eða ekki.
Sigurjón, 13.3.2007 kl. 04:06
Ég man að þegar ég vann hjá fyrirtæki Púkans þá var komið ágætlega fram við reykingamenn, og var ég einn af þeim. Það má vel áætla að pásurnar hafi verið lengri en hálftími á dag, allavega góðviðrisdaga. Nú er ég blessunarlega vaxinn upp úr þessari vitleysu og fagna þeirri stefnu að ráða frekar þá sem reyklausir eru, enda eru þeir í reykleysinu eflaust lausir við margt annað sem tilheyrir tómri vitleysu.
Hins vegar þykir mér ákaflega púkalegt að ganga svo kyrfilega gegn eignarrétti manna að banna þeim að leyfa reykingar innan veggja sinna einkaklúbba, eða á lóðum sínum. Svo ekki sé talað um hvað það gengur á samkeppnishæfni veitingastaða sem hafa það helst sér til ágætis nú þegar að vera sérstaklega reyklausir. En það er önnur ella.
Annars bið ég að heilsa jafnt reykingamönnum og reyklausum á gamla vinnustaðnum.
Rúnar Óli Bjarnason, 13.3.2007 kl. 04:23
Rúnar: Þegar ég vann hjá fyrirtæki Púkans var fólki skyndilega bannað að nota "þægilegu" bílageymsluna og menn sendir í norðan garrann framan við húsið.
Það stytti pásurnar verulega á slæmum dögum.
Sigurjón: Er verið að mismuna fólki með því að nota "persónulegar ástæður" til að velja annan af jafn hæfum einstaklingum? Er nokkur önnur leið fær en að kasta upp peningi eða ráða þá báða?
Bið líka að heilsa öllum á gamla vinnustaðnum.
Einar Jón, 14.3.2007 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.