Réttfyrirkosninganefnd?

Vestfirðir..að skipa nefnd til að fjalla um leiðir til að...

Óskapleg kosningalykt er af þessu máli.  Nú er ég ekki að segja að það sé allt í lagi með atvinnulífið á Vestfjörðum, síður en svo.

Vestfirðingar vita vel að stjórnmálamenn eru aldrei jafn reiðubúnir til að hlusta á kjósendur eins og rétt fyrir kosningar.   Stjórnmálamennirnir vita líka að þeir verða að halda atkvæðunum sínum góðum - það gengur ekki að tapa þeim burt svona á endasprettinum.

Kanski er Púkinn bara svona skeptískur að eðlisfari, en heldur virkilega einhver í alvöru að svona nefnd geri eitthvað raunverulegt gagn?  Jú, jú, hún gæti búið til fallega skýrslu á gæðapappír, með mörgum línuritum, en eru einhverjar líkur að niðurstaðan verði eitthvað sem getur snúið við hinni stöðugu hnignun margra vestfirskra byggða?

Púkinn efast um það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gott heiti á þessum vornefndum. Stel þessu í næsta blogg!

Haukur Nikulásson, 13.3.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband