Trúarfasismi

cautionAf hverju á ein trúarstofnun að hafa þau völd að geta sagt þeim sem ekki aðhyllast hennar trú fyrir um hvað þeir mega og hvenær?

Hvar er réttlætið í því að búddistum eða múslímum sé til að mynda bannað að spila bingó á þeim dögum sem teljast helgidagar samkvæmt tímatali kristninnar?

Þetta er að sjálfsögðu mismunun.  Búddistinn eða múslíminn má ekki fara eftir sínu trúarlega dagatali um það hvenær honum leyfist t.d. að spila bingó - aðeins sá kristni má gera slíkt.

Það er ekkert eðlilegt við þetta - hér er um að ræða leifar af úreltu fyrirkomulagi frá þeim tíma er völd kirkjunnar voru yfirgnæfandi í þjóðfélaginu.   Sá tími er liðinn, en því miður sitjum við enn uppi með óæskilegar leifar eins og þessar.

Púkinn er að sjálfsögðu trúlaus með öllu og ef hann hefði einhvern áhuga á bingó myndi hann sjálfsagt leita að öðrum skoðanabræðrum sínum til að spila við sig á páskadag, svona til að mótmæla þessum trúarfasisma. 


mbl.is Bannað að spila bingó á ákveðnum tímum um páska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hér þurfa vaskir menn að taka sig til og auglýsa bingókvöld og láta reyna á það að lögreglan komi og reyni að stöðva samkomuna!   Svona rugl gengur ekki!   

Þetta minnir á það þegar átti að hengja Spaugstofuna fyrir páskaþáttinn sinn um árið... halda þessi fífl að þeir búi í Íran eða hvað???

Róbert Björnsson, 13.3.2007 kl. 16:20

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Við í Vantrú höfum nú haldið opinberar kvikmyndasýningar (fyrir 15:00 svo það var ólöglegt) síðustu tvö árin, Life of Brian og The Last Temptation of Christ. Ég er nokkuð viss um að einhver okkar hafi látið lögregluna vita, en ekkert var gert í því.

Hver veit nema við höldum bingó í ár. Það er verið að skoða málið ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.3.2007 kl. 18:13

3 Smámynd: Steindór J. Erlingsson

Ég mæti mæti á bingóið hjá ykkur.

Steindór J. Erlingsson, 14.3.2007 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband