Tækniþróunarsjóður - og svo hvað ?

Íslenskir stjórnmálamenn eru enn við sama heygarðshornið - halda að öll vandamál sé hægt að leysa með því að moka í þau peningum.

Nú er Púkinn ekki að segja að það sé slæmt að styrkja Tækniþróunarsjóð, en leysir það raunverulega vandamálið?  Staðreyndin er sú að ekki gengur eins vel að breyta hugvitinu í framleiðsluvörur hér á landi eins og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við.

Og hvers vegna skylkdi það nú vera?  Jú, það skyldi þó aldrei vera vegna þess að aðstæður fyrir hátæknifyrirtæki eru einfaldlega mun lakari hér á landi en erlendis.

Það er margt sem spilar þar inn, en Púkinn ætlar sem stendur bara að nefna nokkur atriði:

  • Fjandsamlegt skattaumhverfi fyrir einyrkja sem vilja stofna fyrirtæki sem byggir á hugviti.
  • Alger skortur á fjárfestum sem hafa áhuga á fjárfestingum í fyrirtækjum af millistærð.
  • Öryggisleysi í gagnaflutningsmálum
  • Enginn  stuðningur við R&Þ í gegnum skattakerfið.
  • Verulegur skortur á hæfu fólki.
  • Ósanngjörn samkeppni opinberra aðila.
  • Ofurkrónan, sem er að murka lífið úr útfluningsfyrirtækjunum.

Staðreyndin er einfaldlega sú að meðan umhverfið er þannig að fyrirtækin eru að flytja starfsemina að stærri og stærri hluta úr landi, þá skiptir það einfaldlega ekki máli hvort einhverjum milljónahundruðum meira eða minna er hent í Tækniþróunarsjóð - það mun ekki breyta neinu til lengri tíma litið.


mbl.is Stefnt að tvöföldun framlaga til Tækniþróunarsjóðs til ársins 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Vandamálin við styrkjakerfið er að þeir sem eru flinkastir að búa til vel útlítandi "bisness plön" eru þeir sem fá peningana en ekki þeir sem eru raunverulega með álitlegustu hugmyndirnar.

Við þekkjum báðir, Friðrik, mannskap sem hefur sogið talsvert fé út úr ríki, stofnunum og fjárfestum án nokkurs árangurs. Það sem er verra er að sami mannskapurinn kemst upp með að gera þetta aftur og aftur.

Ef þú ert að kvarta yfir krónunni og ert með þínar tekjur í erlendum gjaldeyri, af hverju semur þú ekki við þitt starfslið um laun í sömu mynt? 

Haukur Nikulásson, 16.3.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Kári Harðarson

Ég myndi ekki vilja styrkja fólk sem getur ekki skrifað skipulega niður hvað það ætlar að gera fyrir styrkinn.

Menn þurfa að geta gert bæði:  verið framarlega tæknilega og geta talað við mennina með bindin.

Kári Harðarson, 21.3.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband