Bruðl dagsins - hefðbundið

bugatti-veyron-bigBruðl dagsins er "klassískt", eða jafnvel bara gamaldags bruðl.  Myndin hér sýnir dýrasta bíl sem er í fjöldaframleiðslu í dag, Bugatti Veyron.  Það er hægt að fá dýrari bíla sérsmíðaða, en þessi hér er raunverulega fjöldaframleiddur.

Reyndar er fjöldinn ekki mjög mikill, því verðið væri um 120 milljónir fyrir bílinn kominn hingað á götuna.

Hvað fá menn svo fyrir peninginn?  Jú, bíl með tvöfaldri V8 vél,  1001 hestöfl, sem nær 400 km/klst hraða á 56 sek.

Jamm, einmitt það.

Það er reyndar eitt sem Púkinn skilur ekki - hvernig gátu menn gert nokkuð svona dýrt þetta ljótt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sá þennan í sjónvarpinu í gær í breska bíladelluþættinum Top Gear. Algjör óhófsgræja að öllu leyti.

Vorkenni gæjanum sem fékk að prufukeyra því hann nær sér aldrei aftur! Allt sem hann gerir í bílaveseni hér eftir verður bara leiðinlegt í samanburði.

Haukur Nikulásson, 19.3.2007 kl. 14:02

2 Smámynd: Fræðingur

Ljótleikinn er náttúrulega til þess að loftinu bjóði við bílnum og þá tekst ekki á loft ;)

Fræðingur, 27.3.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband