ZERO áhugi

zeroÞað er ekki oft að auglýsingar virka öfugt á Púkann - gera það að verkum að hann einsetur sér að sniðganga viðkomandi vöru.

Þessum "Coca Cola ZERO" auglýsingum sem hefur rignt yfir Púkann nýlega tókst þetta þó.  Púkinn skilur vel að gallharðir femínistar setji sig upp á móti auglýsingunum, en sjálfur hefur Púkinn aldrei talið sig til þess hóps.

Nei, það sem ergir Púkann er að auglýsingarnar eru svo hallærislegar að þær vekja með honum þörf til að skipta um útvarpsrás ef hann heyrir þær.

Það má vera að Púkinn sé bara orðinn of gamall - hafi ekki þann húmor sem til þarf til að meta auglýsingarnar, enda virðist þeim fyrst og fremst vera beint að karlmönnum undir tvítugu, en hvað Púkann varðar, þá er niðurstaðan ZERO áhugi.

Nei, Púkinn heldur sig við sódavatn eða sykurlaust 7up.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Ég segi sama, ég fæ aumingjahroll þegar ég heyri þessar auglýsingar.  Af hverju kalla þeir drykkinn ekki bara "Teenage Loser"?  Það væri amk. einlægara.

Kári Harðarson, 20.3.2007 kl. 13:29

2 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

7up segirðu... bíddu bara þangað til Sprite Zero kemur til landsins.

Rúnar Óli Bjarnason, 20.3.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband