Bruðl dagsins - fyrir börnin

teddy-bearPúkinn heldur nú áfram að aðstoða íslenska auðmenn sem eiga í vandræðum við að koma peningum sínum í lóg.

Í þetta sinn er athyglinni beint að fordekruðum börnum auðmannanna, sem að sjálfsögðu verða að fá leikföng við hæfi, eins og til dæmis þennan tuskubjörn hér, frá þýska fyrirtækinu Steiff.

Hann er með augu úr safírum, með demantaumgjörð, auk þess sem munnurinn er úr gulli og feldurinn er að hluta úr gullþræði.

Verðið er aðeins  62446 evrur, eða um sjö milljónir íslenskar (eftir að flutningakostnaði og virðisaukaskatti hefur verið bætt við).

Púkinn getur reyndar ekki annað en velt fyrir sér hversu mörgum börnum í Malawi mætti hjálpa fyrir þann pening.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband