Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Ópíumvalmúinn
Ólíkt því sem gildir um kannabisplönduna er fullkomlega leyfilegt að rækta ópíumvalmúa hérlendis, enda er sumarhiti hér ekki nægur til þess að raunhæft sé að nota valmúa hérlendis til framleiðslu á eiturlyfjum.
Ópíumvalmúinn, Papaver somniferum, er annars hin ágætasta garðplanta, með stór skærlit blóm. Hann er einær, en sé honum valinn góður staður garðinum, svo sem þurr staður sem snýr í hásuður, getur hann náð að þroska fræ og haldið sér við með sjálfsáningu frá ári til árs.
Það er líka svolítð skondið að geta bent á fallegt beð og sagt "...og þarna er svo ópíumvalmúaplantekran mín".
Herlið NATO gagnrýnt fyrir meint samþykki við valmúarækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.