Sundbolir + tónlist

solar-swimsuit_48Það hlaut að koma að þessu.  Nú er búið að hanna sundbol með innbyggðum sólarrafhlöðum, þannig að fólk getur eytt öllum deginum í sólinni á ströndinni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að rafhlaðan í iPod tækinu eða farsímanum klárist - bara stinga honum í samband við sundbolinn og málið er leyst.

Þessi hátæknibolur er framleiddur af Triumph fyrirtækinu, en ekki fylgir sögunni hvað hann kostar, né heldur hvort sólarrafhlöðurnar eru vatnsheldar.

Nú fyrir þá sem ekki hafa áhuga á sundbolum eða tónlist, þá er þetta að minnsta kosti þokkaleg afsökun fyrir birtingu á mynd af fáklæddri fyrirsætu. 

Sjá nánar á Gizmodo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband