Hverjir skyldu nú tapa?

loanPúkinn er svolítið gamaldags að sumu leyti og eitt einkenna þess er að hann forðast eins og hann getur að taka lán.  Hvað gengistryggðu lánin varðar, þá er hins vegar eitt sem er alveg ljóst - þeir sem eru að bjóða þau eru engar góðgerðarstofnanir og ætla sér ekki að tapa á þeim - nei, ef einhverjir tapa munu það verða lántakendurnir.

Íslenska ofurkrónan er of hátt skráð - það er ekki spurning um hvort hún muni falla, heldur hvenær og hversu mikið - og jafnvel enn fremur hvort útgefendur jöklabréfanna muni fælast og forða sér burtu, þrátt fyrir vaxtaminunn, sem gæti valdið enn frekara falli.

Verði gengisfallið umtalsvert gætu ýmsir vaknað upp við vondan draum með sín gengistryggðu lán.

Gengistryggð lán eru hins vegar fullkomlega rökréttur valkostur fyrir suma - svo sem starfsmenn Straums-Burðaráss, sem haafa valið að fá laun sín greidd í erlendri mynt.  Áhættan af gengisfalli er engin og vextirnir eru mun lægri en annars bjóðast.


mbl.is Heimilin í landinu taka gengistryggð lán í auknum mæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Voðalega finnst mér það eitthvða vægast sagt undarlegt að getað ekki komið fram undir nafni, allavega að það sé í Höfundarupplýsingum, það er að mestu ein típa af fólki sem hefur sig í frammi á vefsíðum annarra og gerir það í nafnleind.

Þótt mér komi það ekkert sérstaklega við ætla ég að inna þig eftir því hevað þú hefurað fela, eða hver ástæðan sé fyrir þessari launung? Bestu kv. Sigfús Sigurþórsson.

Sigfús Sigurþórsson., 25.4.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Púkinn

Hu?  Það er ekkert leyndarmál hver ég er og ef þú smellir á púkamyndina sérðu það.

Púkinn, 25.4.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mig grunar nú að þú ættir bara að smella þar á sjálfur, þar kemur nafn þitt ekki fram, og ekkert um þig nema vinnustaður.

Sigfús Sigurþórsson., 25.4.2007 kl. 20:42

4 Smámynd: Púkinn

Ég held þú hafir nú aðeins hlaupið á þig þarna. 

Púkinn, 26.4.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband