Púkinn og þjóðsöngurinn

Púkinn er ekki sáttur við þjóðsönginn og ef hann lendir í þeim ósköpum að vera þar sem ætlast er til að þjóðsöngurinn sé sunginn, þá þegir Púkinn sem fastast.

Þetta er ekki bara af því að þjóðsöngurinn er illsyngjanlegur fyrir fólk með venjulegt raddsvið, heldur bara einhverja söngelítu sem nær öllum þeim tónum sem þarf að ná. Nei, það er allt annað sem gerir það að verkum að Púkinn þegir.

Þjóðsöngvar eiga að mati Púkans að vera sameiningartákn viðkomandi þjóðar, en sá íslenski nær því bara ekki - hann er ekki þjóðernis- eða þjóðræknislegur á nokkurn hátt. Þetta er lofsöngur til guðs kristinna manna.  Púkinn er ekki í þeim hópi.

Hvernig er ætlast til að tríleysingjar og þeir sem ekki telja sig kristna geti með góðri samvisku tekið undir frasa eins og "..sem tilbiður guð sinn..", ".. guð faðir, vor drottinn, frá kyni til kyns.."eða "..sem þroskast á guðsríkis braut." ?

"Ísland ögrum skorið" er þó illskárra, því þrátt fyrir trúarlegt ívaf er sá texti að minnsta kosti um Ísland, en helst myndi Púkinn nú vilja sjá eitthvað eins og ´"Island er land þitt" - þjóðsöng fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Þjóðsöngurinn er ekki auðveldur, en ætli mesta vanda málið sé ekki að sú útgáfa sem við heyrum oftast af honum er sungin í fjórum röddum og ef menn reyna að elta bæði sópranin og bassann þá endar það illa.  Kannsi ætti oftar að leika útgáfur af honum með einsöngvurum þannig að við eigum séns að læra hann. 

Einar Þór Strand, 5.5.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Það er ekki til nein útgáfa af honum fyrir einsöng, amk ekki nein lögleg útgáfa.

Elías Halldór Ágústsson, 8.5.2007 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband