Heródes hvað?

coin_herod_bmPúkinn á bágt með að skilja viðbrögð sumra þeirra sem virðast telja að fundur grafar Heródesar staðfesti á einhvern hátt sögur Biblíunnar, ekki frekar en að tilvist bæjarins Betlehem staðfesti að tiltekinn óskilgetinn krakki hafi fæðst þar.  Ólíkt þeim sögum hefur aldrei verið efast um tilvist Heródesar og mörg atriði í sögu hans eru vel þekkt.  Það eru til peningar með nafni hans á og margvíslegar traustar samtímaheimildir.

Það að gröfin er fundin er í sjálfu sér fréttnæmt, en það breytir engu varðandi trúverðugleika eða sannleiksgildi Biblíunnar.

Það er nú kannski skiljanlegt að þeir sem trúa því að allt sé satt sem stendur í Biblíunni fagni þessari frétt - því eftir því sem því sem tíminn líður eru nú fleiri og fleiri að átta sig á því hve mikið af Biblíunni er skáldskapur, saminn eða "lagfærður" til að henta hagsmunum þeirra sem réðu á hverjum tíma.

Nei, gröf Heródesar er merk sem slík - hún veitir upplýsingar um ákveðna hluti fyrir 2000 árum síðan - en þetta kemur Biblíunni bara ekkert við.


mbl.is Gröf Heródesar fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinar þú, ef eitthvað stendur í BilBlíunni þá er það satt og sannað.

Bara að grínast, ég er jafn hissa og þú á því hvað upplýstir menn árið 2007 trúi öllu sem þar stendur og eru duglegir við að segja hluti þar vera myndlíkingar sem þeir geta  Breytt að vild eftir því hvernig vindurinn Blæs

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband