Púkinn mættur til starfa

bsd linux devilInnrás púkanna er hafinn.  Hlauppúkinn, piparpúkinn og frændur þeirra hafa komið sér fyrir í sælgætisgeiranum og nú er röðin komin að fjölmiðlunum.

Villuleitarpúkinn er mættur til starfa hér á blogginu og mun hann gera sitt besta til að villuleita skrif bloggara.  Þess ber reyndar að gæta að hann er svolítið takmarkaður - ræður ekki vel við erlend orð eða orð með fleiri en einni villu, en Villuleitarpúkinn lofar að gera sitt besta til að leita uppi allar einfaldar innsláttarvillur, en þær geta komið upp hjá öllum - líka þeim sem telja stafsetningu sína fullkomna.

Við púkarnir vonum bara að allir séu sáttir við að fá aðstoð hjá litlum, glottandi, rauðum púka með horn og hala.


mbl.is Leiðréttingapúki á blog.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

"litli, glottandi, rauði púkinn með þríforkinn" er mascot eða gæludýr fyrir BSD Unix-ana.  En... ef svona púkar virka, þá er það gott mál.

Einar Indriðason, 8.5.2007 kl. 09:32

2 Smámynd: Púkinn

Tæknilegt smáatriði - bloggpúkinn er reyndar Debianpúki, en samt.

Púkinn, 8.5.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband