Bandaríkin, land hátækni og fáfræði

Arftaki Hubble sjónaukans er óneitanlega meðal háþróuðustu tækniundra samtímans og kemur vafalítið til með að gera merkar uppgötvanir varðandi upphaf alheimsins.

Púkanum finnst hins vegar alltaf jafn skondið að slík tækni skuli koma frá því landi þar sem einna mest fáfræði ríkir varðandi þessar vísindagreinar - að minsta kosti ef "þróuð" lönd eru skoðuð.

Um helmingur Bandaríkjamanna (sjá þennan hlekk) trúir því að heimurinn (eða a.m.k. jörðin og sér í lagi mannkynið) séu ekki nema um 6000 ára og sumir ganga svo langt að afneita nánast öllum grundvallaratriðum nútíma vísinda, sökum þess að þau stangast á við túlkun þeirra á Biblíunni.

Þannig er til að mynda hópur fólks sem hafnar því að jörðin snúist um sjálfa sig, eða snúast kringum sólina og býr til sína eigin heimsmynd út frá því.  Vefsíður eins og þessi væru í raun fyndnar ef þetta væri ekki svo dapurlegt


mbl.is Arftaki Hubble-sjónaukans afhjúpaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Við Íslendingar þurfum sérstaklega að passa okkur ;P Við erum mjög vel stödd í augnablikinu miðað við margar aðrar þjóðir, en það eru nokkrir einstaklingar hér á landi sem vinna dag og nótt í því að hamla þróun og skjóta okkur aftur í hinar myrku aldir trúar, ég nefni engin nöfn, en ég held að það sé löngu kominn tími fyrir hafísinn að láta til skara skríða og koma vit fyrir fólki, amen.

Gunnsteinn Þórisson, 11.5.2007 kl. 10:26

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Ástandið er sannarlega skelfilegt.  Ég veit sannarlega ekki hvað fær bjargað þessari þjóð...rödd skynseminnar er barin niður og fólk er heilaþvegið.   http://www.youtube.com/watch?v=wECRvNRquvI

Mér líður hérna stundum eins og ég sé í eins konar hrollvekjumynd...Invasion of the body snatchers... þessi biblíu sýking breiðist út eins og pestin og er búin að koma sér fyrir á ólíklegustu stöðum...meira að segja innan menntastofnanna.  Ég meina, það er eitthvað mikið að þegar maður þarf að hlusta á umræður um það hvort "global warming" sé af manna völdum eða "an act of God" í kennslustund í umhverfisfræðum í ríkisreknum háskóla!

Róbert Björnsson, 11.5.2007 kl. 12:40

3 Smámynd: Kári Harðarson

Bandaríkin eru svo stór, mér finnst betra að hugsa frekar um þau sem heimsálfu.

Frakkland býr til háhraðalestir á meðan Búlgarir raka heyi með tréhrífum.  Samt eru bæði löndin í Evrópu.

Það er miklu lengra frá New Jersey til Texas en frá Frakklandi til Búlgaríu.

Kári Harðarson, 11.5.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Hip 2b^2

Ok Púki.   Fyrst þú ert fyrir að alhæfa gáfnafar heillar þjóðar, hvers vegna læturðu þar við sitja?  Þessi könnun sem þú byggir þínar skoðun á býður nefninlega uppá miklu meiri og skemmtilegri alhæfingar, þar sem útgangspunktur þinn virðist vera að sá sem trúir sköpunarsögu biblíunnar sé heimskur. 

T.d. má segja út frá þessum tölum að konur séu að jafnaði heimskari en karlar.   Ríkt fólk er gáfaðra en fátækt fólk og að svertingjar eru heimskari en hvítir. 

Ertu á þessu líka..? eða langaði þig bara að taka þátt í að hallmæla Bandaríkjamönnum til að vera "inn" og sýnast upplýstur? 

Kíktu svo líka á hver gerði og birti þessa könnun og spurðu þig hvort ekki geti verið að tali máli þeirra sem nýta sér hana og/eða létu gera hana.  

Hip 2b^2, 11.5.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband