Leggjum niður Flateyri

flateyri4Sumir vilja kenna fiskveiðistjórnunarkerfinu einu um stöðu mála á Flateyri, en Púkinn horfir til fleiri þátta - íslenska ofurkrónan og hátt vaxtastig á einnig sinn þátt.

Nú er sagt að gengi krónunnar muni haldast hátt út árið 2008 - fari svo, þá er Púkinn hræddur um að Flateyri verði ekki eina byggðarlagið sem verði lagt niður og lítið verði eftir af mörgum útflutningsfyrirtækjum.

En það að breyta blómlegum fyrirtækjum í rústir heitir víst bara "eðlileg ruðningsáhrif" - að minnsta kosti meðan það snertir ekki mann sjálfan. 


mbl.is „Minn tími í sjávarútvegi er liðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestfirðir

Takk fyrir að hafa áhuga á málefnum Vestfjarða. Það sem er að gerast hér er málefni allrar þjóðarinnar, ekki bara okkar hérna fyrir vestan.

Við hér á svæðinu erum að spyrna við af öllum kröftum, þeir virðast ekki duga til.

Spyrnum öll við Íslensk þjóð!

Vestfirðir, 19.5.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Norðanmaður

Það sem fer upp kemur niður aftur. Þannig er gengi pundsins. Það þarf að safna til mögru áranna

Norðanmaður, 20.5.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband