Bullandi, falin verðbólga

100000Enn heldur krónan áfram að styrkjast - eða hvað?

Það er nefnilega ekki svo einfalt að við séum raunverulega með sterkan gjaldmiðil, heldur stendur þessi blessaða íslenska króna á óttalegum brauðfótum.

Seðlabankinn er fastur í vítahring.   Það vita allir að útflutningsfyrirtækjum, bæði í sjávarútvegi og öðrum greinum er að blæða út, vegna gengis krónunnar, en ef Seðlabankinn myndi lækka vexti gæti það leitt til samdráttar í útgáfu jöklabréfanna, gjaldeyrir myndi hætta að flæða inn í landið og krónan snarfalla, sem aftur myndi leiða til hækkunar á innfluttum varningi, sem á endanum myndi koma fram sem verðbólga, en forgangsmarkmið seðlabankans er einmitt að halda verðbólgunni niðri.

Vandamálið er bara það að sú verðbólga er í rauninni þegar til staðar - hún er bara falin vegna  hágengisins.

Púkinn vill í raun fullyrða að hávaxtastefna Seðlabankans sé í rauninni afar gagnslítið stjórntæki.   Þeir sem vilja taka lán í erlendum gjaldmiðli á mun lægri vöxtum gera það, þannig að háir vextir slá ekki á þensluna - það eina sem þeir gera er að valda röskun í efnahagslífinu - háir vextir gera útgáfu jöklabréfa áhugaverða, sem styrkir krónuna, sem gerir innflutning "ódýran" - innflytjendur og heildalar græða sem aldrei fyrr, meðan útflutningsfyrirtækin lepja dauðann úr skel.

Hágengisstefnan er að leggja staði eins og Flateyri í eyði og hrekur hátæknifyrirtækin úr landi.  
Ef svo fer fram sem horfir mun þessi spilaborg hrynja á endanum og íslenskt efnahagslíf verður þá sem brunarúst, þar sem ekkert stendur eftir nema fjármálafyrirtækin.


mbl.is Styrking krónunnar hefur ekki skilað sér út í verðlagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Skattalækkanir koma innflytjendum og heildsölum vel - það eru jú þeir sem eru að græða.  Hagnaður útflutningsfyrirtækjanna hrynur og ef fyrirtæki eru rekin með tapi, þá skiptir nú ekki voðalega miklu máli hver skattprósentan er.

Púkinn, 24.5.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hvernig í helvítinu getur það staðist að það lækkar ekkert í þessu samfélagi samhliða styrkingar á krónunni? Sjáum til dæmis Bensín og Olíuna þessar vörur hækka og hækka auk þess hækkar flest annað.Niðurfellingin á virðisaukaskattinum er löngu fokin til helvítis.Ég óska eftir afdráttalausum svörum.

Hallgrímur Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 20:04

3 Smámynd: Dr Banco Vina  E.D.R.V

Góður

Dr Banco Vina E.D.R.V, 24.5.2007 kl. 20:33

4 Smámynd: Dr Banco Vina  E.D.R.V

Dr Banco Vina E.D.R.V, 24.5.2007 kl. 20:34

5 Smámynd: Sigurjón

Það þarf fyrst og fremst að losna við sveiflurnar.  Það er ekki hægt að bregðast of harkalega við háu gengi og lækka það á fáeinum dögum um 10% eins og í fyrravor.  Það hafði mjög slæmar afleiðingar í för með sér.

Sigurjón, 25.5.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband