Föstudagur, 15. júní 2007
Súludansari tekur á móti flugfarþegum
Einhverjum þeirra flugfarþega sem leið hafa átt um Gatwick flugvöll nýlega mun hafa brugðið í brún þegar súludansmey tók á móti þeim.
Reyndar er ekki allt sem sýnist, heldur er hér um að ræða risavaxna auglýsingu, málaða á akur við eina af aðflugsleiðunum til flugvallarins.
Auglýsingin er tæplega sýnileg af jörðinni, en farþegar sem sitja réttu megin í vélum sem eru að koma inn til lendingar eða taka sig á loft munu víst margir hafa rekið upp stór augu.
Yfirvöldum í héraðinu er ekki skemmt, þar sem auglýsingin var sett upp í leyfisleysi og hóta þeir að beita dagsektum, verði hún ekki fjarlægð. Fyrirtækið sem ber ábyrgð á auglýsingunni heitar hins vegar að fjarlægja hana, og eftir að fréttin af auglýsingunni hefur ratað í fjölmiðlana má gera ráð fyrir að heimsóknum á myprivatedance.com hafi fjölgað verulega.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.