Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Krónan með flensu
Krónan er að veikjast, það fer ekki á milli mála, sem er athyglivert, meðal annars vegna þess að margir höfðu spáð því að hún myndi styrkjast í kjölfar Actavis-sölunnar.
Hvað gerðist?
Eru það spekúlantar sem eru að veðja á að krónan hafi náð hámarki sínu og héðan í frá hljóti leiðin að liggja niður á við?
Eru það einstaklingar sem hafa hlítt ráðleggingum um að nú sé góður tími til að borga upp erlend lán, áður en krónan veikist meira?
Er farið að hægjast um á jöklabréfamarkaðnum og menn farnir að sjá fram á að ekki verði öll jöklabréfin í "stóra pakkanum" í september endurnýjuð (en þá myndi krónan nú fyrst hrynja fyrir alvöru)?
Er þetta bara ómerkileg taugaveiklun vegna hræringa á erlendum verðbréfamörkuðum síðustu daga?
Púkinn er ekki að kvarta - eins og aðrir sem fást við útflutning fagnar hann veikingu krónunnar - en betur má ef duga skal.
Krónan veiktist um 2,82% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.8.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.