Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Að treysta mönnum....eða ekki
Það er ljóst að Þjóðhátíðarnefndin í Vestmannaeyjum treystir ekki Árna Johnsen til að koma fram sem kynnir. Það er ennfremur ljóst að stór hópur fólks sunnanlands treystir Árna til starfa á Alþingi - starfa sem maður myndi nú ætla að væru mikilvægari.
Það er eitthvað að hér.
Fleira ætlar Púkinn ekki að segja um þetta mál, enda væri málið þá fljótt að enda í ómálefnalegum upphrópunum.
Segjast ekki hafa treyst sér lengur til að bera ábyrgð á Árna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona í tilefni helgarinnar, staðarins, mannsins... "Nei þýðir Nei!"
Einar Indriðason, 2.8.2007 kl. 20:33
Ég er nú ekki sérlega hissa ... þetta er mútuþægur þjófur sem var auk þess dæmdur fyrir skilasvik og er með ævintýrapersónuna Jesú á heilanum og er á þingi fyrir íhaldið eins og ekkert sé.
Baldur Fjölnisson, 2.8.2007 kl. 21:21
En hvað þetta er falleg mynd sem fylgir blogginu þínu. Það er eins og Árni sé að iðrast. En það er jú einu sinni það sem fer mest fyrir brjóstið á þjóðinni, hann iðrast ekki.
Halla Rut , 3.8.2007 kl. 00:22
Ég held að Halla Rut hafi hitt naglann á höfuðið.
Árni fékk góða útkomu í prófkjörinu en síðan kom þessi hrokafulla yfirlýsing um „Tæknileg mistök“ og þá dró fólk einfaldlega til baka áður veitta fyrirgefningu.
Nokkrar útstrikanir í viðbót og Árni hefði færst neðar á listann og ekki komist á þing.
Grímur Kjartansson, 3.8.2007 kl. 11:41
Að mínu mati voru það stærstu mistök Geirs Haarde á sínum tíma að fleygja Johnsen ekki af listanum, en hann skorti kjark til þess því miður.
Skarfurinn, 7.8.2007 kl. 17:41
Mætti halda að það væri kostur hjá sunnlendingum(að fráteknum vestmannaeyingum) að vera þjófur
Þórunn Elíasdóttir, 16.8.2007 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.