Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Tekinn tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum....
Alltaf verður Púkinn jafn hissa þegar hann les um menn sem eru teknir aftur og aftur (og aftur) við akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Púkinn hélt nefnilega í fáfræði sinni að hér á landi væri alvöru réttarkerfi, sem tæki á mönnum sem væru hættulegir öðrum, en nei - það virðist ekki vera raunin.
Þessum hálfvitum er bara sleppt aftur á götuna jafnóðum.
Hvernig væri að nýta þær heimildir sem eru fyrir hendi til að gera ökutækin upptæk.
Eða - enn betra - hvernig væri ein lítil lagabreyting, þannig að ekki væri bara heimilt að gera ökutæki þeirra upptæk sem eru ítrekað staðnir að svona atferli, heldur væri það einfaldlega skylda lögreglunnar?
Það myndi ef til vill fækka svona hálfvitum á götunum.
Tekinn tvisvar undir áhrifum fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alvöru réttarkerfi á Íslandi, nei þar skjátlaðist þér mikið, sjáðu bara t.d. Steingrím Njálsson, hann var tekinn drukkinn á bíl að minnsta kosti 30 sinnum og keyrir enn, nei dómskerfið hans Björns Bjarnasonar er ekki að virka enda hann mest í "tindátaleik"
Skarfurinn, 7.8.2007 kl. 17:38
Það að fá tækifæri á að bæta ráð sitt og annan séns er mjög mikilvægt í mínum augum. Síendurtekin brot eins og sumir afbrotamenn hafa komist upp með ættu ekki að líðast. Á þessu landi fá kynferðis afbrotamenn og aðrir ofbeldismenn ótrúlega stutta dóma sem þeir sitja svo aðeins til hálfs.
Halla Rut , 7.8.2007 kl. 17:52
Engin spurning að þarf að taka fastar á þessum síbrotamönnum. Það er nánast tilraun til manndráps í hvert skipti sem þeir/þær setjast drukknir/drukknar undir stýri. Þannig að já, svipting við fyrsta brot og svo svipting, upptaka ökutækis og dæmdur í meðferð við endurtekið brot væri ein hugmynd.
Baldvin Jónsson, 7.8.2007 kl. 21:05
Að einn og sami ökumaður hafi verið tekin þrisvar sinnum um s.l. helgi segir nú allt sem segja þarf, tja, svona pínu mikið dópaður í hvert skipti og skipti líka um bíl svona í millitíðinni, en hvað um það, Björn B heldur bara áfram í sínum "tindátaleik" og leyfir þessum " óheppnu" mönnum að keyra, sjálfum sér og oftast mörgum mörgum öðrum til mikillar hættu.
Það á að henda þessum mönnum í steininn og leyfa þeim að sofa í sólahring (að minnsta kosti) úr sér og gera bílana upptæka... og senda þá svo med de samme í ökuskóla upp á nýtt, taka allt frá grunni
Bjarney Hallgrímsdóttir, 8.8.2007 kl. 02:26
Hefur heimild já...hversu oft er sú heimild nýtt?
Púkinn, 8.8.2007 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.