Reiðhjólastígar eru fín bílastæði

Púkinn er ekki mikill hjólreiðamaður, en það er nú að hluta vegna þess að venjulega er hundur Púkans með í för og hundar og hjól fara ekki alltaf vel saman.

Hvað um það - á ferð sinni milli heimilis og vinnustaðar liggur leið Púkans um Lönguhlíð, en meðfram þeirri götu er einn af fáum raunverulegum hjólreiðastígum borgarinnar.  Það virðist hins vegar regla frekar en undantekning að bílum sé lagt á hjólreiðastíginn - oft sömu bílunum.   Púkinn hefur til dæmis oft rekið augun í rautt bílkríli sem er reglulega lagt þar og alltaf á sama stað.

Nú skilur Púkinn ekki hvers vegna Reykjavíkurborg er að þykjast bjóða upp á hjólreiðastíga ef ekkert er gert til að hreinsa bíla af þeim - það hlýtur að vera hægt að sekta eigendur bílanna fyrir að leggja þeim á hjólreiðastígana í óleyfi.

Hvernig væri nú að stöðumælaverðir gerðu sér öðru hverju ferð eftir hjólreiðastígum borgarinnar og sektuðu þá bíla sem er lagt á þeim? 

Hvað segja hjólreiðamenn eins og Kári Harðarson um þetta mál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gott blogg það! Og tímabært.

Ólafur Þórðarson, 16.8.2007 kl. 04:45

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sammála. Ég fer hluta af þessum stíg á leiðinn heim úr vinnu og sé nánast alltaf eihverjum bíl lagt á stíginn. Þetta mun aðeins ágerast ef ekkert er gert í málinu.

Annað enn mikilvægara, sem ég tók eftir í vetur. Þegar snjóaði var snjór ekki ruddur af þessum stíg. Það er alveg jafn mikilvægt að ryðja snjó af hjólreiðastíg eins og akvegi.

Sigurður M Grétarsson, 16.8.2007 kl. 09:16

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hvernig væri ef starfsmenn bílastæðasjóðs færu að sekta fólk sem leggur upp á gangstéttir á Menningarnótt? Ég man að þegar ég bjó á Þingholtsstræti og þurfti að ýta barnavagni gegnum bæinn var ekki hægt að komast upp á gangstétt fyrir bílum, hvað þá ferðast eftir þeim. Hver einasti fermetri var undirlagður af bílum. Hins vegar var bílastæðahúsið í Bergstaðastræti tómt, þrátt fyrir fullkomið aðgengi.

En sem sagt, ef þeir færu að vinna vinnuna sína, þá gætu þeir fengið hundruð milljóna króna í sektir þessa einu nótt, og ef til vill breytt hugsunarhætti bæjarbúa til hins betra.

Elías Halldór Ágústsson, 16.8.2007 kl. 20:03

4 Smámynd: Kári Harðarson

Komid thid sael!

Eg hef oft velt fyrir mer skjaldarmerki logreglunnar thar sem stendur "Med logum skal land byggja".  Thetta er visun i Njalu sem aftur visadi til enn eldri laga sem voru thekkt um oll Nordurlond til forna.

Thad er haegt ad skilja setninguna thannig, ad land verdi ekki byggt an godra lagasetninga.

Thad er lika haegt ad skilja hana thannig ad ef log eru  sett en theim ekki fylgt fari allt til fjandans.

Logreglan velur og hafnar hvada logum a ad framfylgja i landinu.  Hun gerir thad vegna thess ad hun getur thad enda faer hun ekki adhald i thessum malum fra stjornvoldum.

Eg hef margoft bent a, ad her a landi er skeggold og skalmold hvad vardar hjolreidafolk.  

Eg geng svo langt ad segja, ad agaleysi og stjornleysi i ollum malefnum se staersta vamm thessarar thjodar.

Bilar uppi a gangstettum eru bara hreistrid a  greftri i thjodarsalinni sem veldur mer daglega hugarangri.

Kári Harðarson, 16.8.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband