Íslenska jó-jó krónan

500kronur2Púkinn hefur margoft bloggað um íslensku ofurkrónuna og þann skaða sem léleg efnahagsstjórn hefur gert útflutningsfyrirtækjum.  Það er hins vegar ekki svo einfalt að þau fyrirtæki fagni falli krónunnar og geti nú unnið eins og allt sé með feldu.

Nei - vandamálið er það að þessar sveiflur á gengi krónunnar gera áætlanagerð erfiða.  Smávægileg breyting á gengi krónunnar getur þýtt stórar breytingar á hagnaði útflutningsfyrirtækja - hvernig er hægt að gera raunverulegar áætlanir þegar enginn veit hversu margar krónur fyrirtækin fá fyrir evrurnar eða dollarana sína eftir nokkra mánuði?

Það koma tímabil þegar krónan styrkist og styrkist og þá verða fyrirtækin að skera niður, því ólíkt innflutningsfyrirtækjum sem geta hækkað vöruverð þegar illa árar, þá eru útflutningsfyrirtækin gjarnan í bullandi samkeppni og geta ekki hækkað hjá sér vöruverðið þegar krónan er sterk. 

Það myndi leysa vandamálið ef starfsmenn fengju borgað í erlendri mynt, en þá eru fyrirtækin í raun bara að velta vandanum yfir á starfsmennina - og ætli starfsmenn myndu ekki fara að hugsa sér til hreyfings ef laun þeirra lækkuðu stöðugt að raungildi á þeim tímabilum sem krónan er að styrkjast.

Púkinn hefur aldrei verið hlynntur þeirri hugmynd að ganga í Evrópubandalagið og taka upp evruna, en hann er hins vegar þeirrar skoðunar að Seðlabankinn sé einfaldlega ekki fær um að viðhalda jafnvægi.  Eitthvað verður að breytast.


mbl.is Krónan hefur veikst um 12,6% á tæpum mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sammála þér sem fyrr, Púkinn, nema með inngöngu í ESB. Beintenging við Evru virðist nauðsynleg, en það þarf ekki endilega að giftast ESB þrátt fyrir að við eignumst unga með þeim. Sameiginlegur umgengnisréttur, kannski?

ESB mun alltaf hafa horn í síðu okkar ef við "notum" Evruna þeirra með lágmarks skuldbindingum, en það er hreinlega ekki hægt fyrir okkur að hoppa út í þessa hít sem ESB batteríið er. Þetta gerist í raun allt af sjálfu sér hvort sem er: Íslensku fyrirtækin nota Evruna og launþegar ættu að binda sig við hana í samningum við atvinnuveitendur. Kaup og sala vöru og þjónustu færist hratt til Evru. Það er bara Svartiskóli (Seðlabankinn) sem hangir á Matador- krónunni okkar.

Ívar Pálsson, 16.8.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Sigurjón

Reyndar hefði ESB líka horn í síðu okkar ef við tengdum krónuna beint við Evru, en kannske er það skárra en hitt.

Ég er alveg sammála þessari grein hjá þér Púki.  Ég skil ekki hvernig stendur á því að krónan styrkizt hægt og sígandi, en fellur svo ógurlega hratt þegar eitthvað bjátar á.  Dollarinn er búinn að hækka um 10 krónur á tveimur vikum svo að segja.  Það er ótrúlegt!

Sigurjón, 17.8.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband