Drukknar konur og aðrir hálfvitar

Eins og margir aðrir hefur Púkinn fylgst með umræðunni um byttuna sem var neydd til að láta af hendi þvagsýni og satt best að segja hefur Púkinn nú ósköp litla samúð með viðkomandi.

Það er nefnilega skoðun Púkans að fólk verði að taka afleiðingum þess þegar það hegðar sér eins og hálfvitar og það á við í þessu tilviki.  Konunni var í sjálfsvald sett að vera samvinnuþýð, en hún tók þann kost að gera það ekki.

Skoðum aðeins hvað hefði getað gerst ef lögreglan hefði bara hætt við og konan ekki verið neydd til að láta sýnið af hendi.  Fyrir dómi hefði konan getað haldið því fram að hún hafi ekki hafið drykkju fyrr en eftir að akstri lauk.  Blóðsýnið eitt og sér hefði ekki dugað til að hrekja þá fullyrðingu, þannig að hugsanlega hefði konan verið sýknuð af ölvunarakstri.

Ef fólki er stætt á því að neita að láta af hendi sýni í málum eins og þessum er það uppáskrift á að hafa fleiri drukkna hálfvita keyrandi um göturnar án þess að hægt sé að koma lögum yfir þá.

Púkanum finnast þeir hagsmunir mikilvægari en einhver auðmýking sem fullur hálfviti verður fyrir vegna eigin háttalags.  Konan tók þá ákvörðun að keyra drukkin og hún hafnaði samvinnu við lögreglu.  Það þarf að stöðva svona fólk - eg ef það felur í sér auðmýkingu, þá verður bara svo að vera - það var ekki eins og hún hefði ekki getað komist hjá þessu.


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er ekki spurning um samúð heldur vinnubrögð miðað við aðstæður. Hægt væri að þyngja viðurlög við því að óhlýðnast því að láta taka af sér svona sýni en það er ekki réttlætanlegt af svo mörgum ástæðum að gera hvað sem er við fólk í læknisaðgerð, (því þetta var læknisfræðileg athöfn), þó viðkomandi sé með uppsteit og blindfullur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2007 kl. 11:01

2 identicon

Sigurður: réttlætanlegt á hvaða hátt ?

Lagalega og siðferðislega er þetta fullkomlega réttlætanlegt of hefur verið gert í mörg ár án þess að neitt veður sé gert út af því.

Er eitthvað sérstakt við þennan einstakling, eða hvað er málið ? 

Fransman (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Held að aðal vandamálið sé það, að fólk sem hneykslaðist þegar það las fyrirsögn greinarinnar og hljóp af stað með svívirðingar í garð lögreglunnar er ekki tilbúið til þess að viðurkenna að það hafi hlaupið á sig þegar það fer að skoða málið betur.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 22.8.2007 kl. 12:19

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fransman: Í viðtali við yfirlækni slysadeildar í sjónvarpinu í gær kl. tíu kom einmitt fram að yfirlæknirinn vissi ekki til að svona hefði verið framkvæmt á þennan hátt áður. Og læknirinn kom einmitt inn á neitun læknis að gera svona við svona aðstæður. Það er meira í þessu en þú virðist hugsa út í.  Það er málið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2007 kl. 13:16

5 Smámynd: Skarfurinn

hvernig stendur á því að blóðsýnið sem sýndi 1,4 sem er yfir mörkum nægir ekki ??

Skarfurinn, 22.8.2007 kl. 17:20

6 Smámynd: Púkinn

Blóðsýni segir ekki með áreiðanleika til um hvenær áfengið var drukkið.  Þetta er ekki vandamál þegar bytta er stöðvuð við akstur, en ef um "rofna eftirför" er að ræða, þannig að viðkomandi kemst heim til sín, þá getur viðkomandi haldið því fram að hann hafi byrjað að drekka þar - "svona til að róa taugarnar"..... þvagsýnið getur sýnt að drykkjan hljóti að hafa hafist fyrr.

Púkinn, 22.8.2007 kl. 17:32

7 Smámynd: Sigurjón

Þetta er ekki rétt hjá þér Púki, ef ég skil Skarfinn rétt.  Var sumsé búið að taka blóðsýni sem sýndi 1,4 prómill af vínanda í blóðinu?  Þá nægir það fyrir dómi.  Þvagsýnið virðizt því vera ,,overkill" ef þetta er rétt athugað hjá mér.

Svo er það spurningin hvort tilgangurinn helgi meðalið.  Það var augljóslega búið að koma konugarminum úr umferð, þannig að ekki var lengur hætta á að hún yrði sér eða öðrum að voða.  Þá virðizt það vera sem svo að eini tilgangurinn með sýnatökuni hafi verið að REFSA; ekki koma í veg fyrir. 

Sigurjón, 23.8.2007 kl. 03:09

8 Smámynd: Sigurjón

...og þvagsýni sýnir enn síður með áreiðanleika hvenær áfengi er drukkið.  Þú þarft ekki annað en að bera klósettferðir þínar saman eftir drykkju á bjór annars vegar og brenndum drykkjum hins vegar til að sjá tíðni hlandskvetta.

Sigurjón, 23.8.2007 kl. 03:12

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er rangt hjá þér Sigurjón. Alkahól kemur það fljótt fram í blóði að blóðprufa ein og sér dugar ekki til ef viðkomandi er ekki stöðvaður við akstur af lögreglu og er í hennar vörslu allan tíman frá akstri fað blóðtöku. Í þessu tilelli var konan tekin fyrir utan bíl sinn, sem hún hafði ekíð útaf veginum. það er því ljóst að einhver tími leið frá því akstri laun þar til hún komst i vörslu lögreglunnar. Ef aðeins hefði verið tekið blóðsýni af konunni og hún síðan haldið því fram fyrir rétti að hún hafi fengið sér að drekka eftir að hún ók útaf til að róa taugarnar hefði kögreglan þurft að afsanna það. Án þvagprufu eru litlar líkur til að það hefði verið hægt og eru líkurnar því að hún hefði þar með veri sýknuð nærri 100%. Ég geri ráð fyrir því að ef svo færi myndu sömu lögreglumenn sæta ákúrum fyrir að hafa ekki tekið þvagsýni og þá með valdi ef ekki vildi ef það hefði þurft.

Sigurður M Grétarsson, 23.8.2007 kl. 09:45

10 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta var ólögleg meingerð stjórnvalds.

Það þarf ekkert að skoða málið betur, það er algerlega augljóst að þetta var  ólöglegt.

Sama þótt hún væri með gikkinn af dómsdagsbombunni í hanskahólfinu og afskorið mannshöfuð farþegamegin og það reyndist einhvern veginn, af einhverjum jafn óljósum orsökum og við þetta mál, nauðsynlegt rannsókninnar vegna að setja þennan þvaglegg,  þá skipti það hreint og beint engu máli.

Inngripið inn í líkama hennar væri ólöglegt eftir sem áður.

Sumir hafa talað um að konan "ætti þetta skilið."

Þetta orðtæki "að eiga eitthvað skilið" byggist á mjög frumstæðum hugboðum um umbun og refsingu. Rannsókn máls getur hins vegar einungis átt sér stað áður en dómur er kveðinn upp, og því er sakborningurinn enn saklaus að lögum og getur því ekki þurft að hlíta neinni refsingu.

Dómstóll götunnar, með sýslumanninn í broddi fylkingar dæmdi því konuna seka og refsaði henni með þessu? Eða hvað? 

Meint sekt konunnar á ekki að hafa nein áhrif á meðferð lögreglunnar á henni.

Þetta inngrip í hennar líkama er alveg sambærilegt við pyndingu til sagna. Hvorttveggja er kvalafull og angistarvekjandi rannsóknaraðferð. Hvorttveggja hefur verið bannað nær alla sögu þessarar þjóðar. Hvorttveggja er bannað af almennum mannréttindasjónarmiðum eins og þau hafa verið skilgreind bæði vestan hafs og austan.

Elías Halldór Ágústsson, 23.8.2007 kl. 12:13

11 Smámynd: Sigurjón

Mér sýnizt þú ekki hafa lesið færzlurnar hjá mér almennilega Sigurður.  Það sem þú lýsir þarna er einmitt það sem ég var að benda á: Þvagsýnistakan í þessu máli er einungis til þess fallin að refsa viðkomandi manneskju; ekki koma í veg fyrir að hún verði sér eða öðrum að voða.  Blóðsýnið sýnir 1,4 prómill og er það nægilegt til að dæma manneskjuna fyrir ölvunarakstur.

Ef ég man rétt, var mér kennt í umferðarfræði (þar sem farið var yfir umferðarlögin) að þeir sem eru teknir fyrir ölvunaraxtur eftir á, geti einmitt ekki borið því við að hafa fengið sér áfengið eftir atburðinn.  Það sé ekki tekið trúanlegt fyrir dómi.

Auk þess er þvagsýni ekki góður mælikvarði á það sem gerzt hefur varðandi áfengisdrykkju.  Ef þú drekkur mikinn bjór, ert þú stöðugt að míga og hlýtur lausnin að innihalda mun minna af úrefnum en ef þú drykkir slatta af vodka (sama áfengismagn; sterkari lausn). 

Sigurjón, 23.8.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband