Astrópía og nördarnir

Púkinn er 100% nörd og þarf ekki að taka nördapróf á vefnum til að fá það staðfest, en gerði það nú samt. Niðurstaðan ætti ekki að koma neinum á óvart, en vilji einhverjir athuga sína nördastöðu, geta þeir farið á þennan hlekk og tekið prófið sjálfir.

Og af hverju eru nördar allt í einu komnir í umræðuna? Jú, ástæðan er myndin Astrópía, sem var verið að frumsýna, en þótt hún sé að hluta um nörda í nördabúð, þá er hún ekki bara fyrir nörda.

Sama á reyndar við um hlutverkaspil.  Það kæmi Púkanum ekki á óvart þótt myndin yrði til að auka áhuga á þeim hérlendis, en að mati Púkans er það hið besta mál.   Púkinn er jafnvel þeirrar skoðunar að hlutverkaleikir eigi fullt erindi inn í námsskrár skólanna, en það er annað mál.

Sem sagt, allir á Astrópíu - ekki bara nördarnir - og síðan getur fólk skroppið niður í Nexus á Hverfisgötu 103 til að sjá alvöru nördabúð.

64acabd5b9e496d2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er 67% nörd, sem er algert möst til að halda öllu í ~jafnvægi :P

DoctorE (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Gúrúinn

<a href="http://www.nerdtests.com/nq_ref.html">
<img src="http://www.nerdtests.com/images/badge/a4a5b503c2f74522.gif" alt="I am nerdier than 95% of all people. Are you a nerd? Click here to find out!"></a>

Gúrúinn, 23.8.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Gúrúinn

Hana, html virkar ekki í athugasemdum og ekki hægt að setja inn myndir. Þá veit maður það.

I am nerdier than 95% of all people.

Gúrúinn, 23.8.2007 kl. 13:16

4 Smámynd: Neddi

Ég vil taka undir aðalatriðið í þessari færslu og mæra myndina. Stórfín mynd þar sem að nördarnir fá að njóta sín.

Ég vil því hvetja alla til að fara á hana.

Tek það samt fram að ég er ekki nema 67% nerd.

Neddi, 23.8.2007 kl. 16:56

5 Smámynd: Sigurjón

Ég tók prófið og var 98% nörd.

Sigurjón, 24.8.2007 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband