Bruðl dagsins: E 175

vodka_6642Sum leyfileg bætiefni í mat eru meinlaus, önnur skaðleg, eins og tjörulitarefnin sem Púkinn minntist á nýlega.  Eitt efni fær þó umsögnina "meinlaust en dýrt".

Það gerir umrætt efni því nauðsynlegt í mat og drykk þeirra sem hafa of marga aura í vasanum og of lítið vit í kollinum.

Og hvað er þetta?

 Jú, að sjálfsögðu ... gull.  Ef innihaldslýsing á mat eða drykk inniheldur "E 175" er þar um gull að ræða.

Hingað til hefur það aðallega verið notað í sælgæti, en nú er líka hægt að innbyrða það í fljótandi formi, samanber meðfylgjandi mynd af frönsku gullvodka sem er nýkomið á markaðinn.

Það er nú munur að geta drukkið þetta og geta síðan í framhaldinu skitið gulli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég huxa að ég myndi reyna að eima gullið úr vodkanum, drekka vodkann og selja gullið...

Sigurjón, 25.8.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Sigurjón

Öllu heldur eima vodkann frá gullinu, þar sem hann er með umtalsvert lægra suðumark en gullið.

Sigurjón, 25.8.2007 kl. 14:58

3 Smámynd: Púkinn

Það þarf nú ekki að eima neitt,þar sem gullið leysist ekki upp - það má bara sía það í burtu.  Hitt er annað mál að það myndi nú ekki borga sig - Gullvodkað er ekkert seérstaklega ódýrt.

Púkinn, 25.8.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband