Eitt lítið dæmi um hækkun fasteignaverðs

Einu sinni átti Púkinn (og frú Púki) hús.  Það hús var keypt fyrir um 14 milljónir og selt síðar fyrir aðeins hærri upphæð.  Þetta var árið 1994.

Núna var þetta sama hús að koma aftur á sölu, nema hvað nú eru settar litlar 69 milljónir á húsið.

Þegar maður sér svona dæmi þá verða þessar hækkanir einhvern veginn mun áþreifanlegri en áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Var svona flottur bíll fyrir framan húsið þegar Púkinn bjó þar? Eða hefur verðmiði bílsins hækkað í sama hlutafalli?

TómasHa, 29.8.2007 kl. 18:57

2 Smámynd: Skarfurinn

Þessi verð í dag nálgast það að vera vitfirring, en er þetta í Seljahverfinu vel að merkja ?

Skarfurinn, 29.8.2007 kl. 21:12

3 Smámynd: Sigurjón

Þetta þýðir að húsið hafi hækkað um 13% á ári síðan 1994!  Er þetta einhver hemja?!

Sigurjón, 30.8.2007 kl. 00:08

4 Smámynd: Kikki bloggar

Haha, ég bjó á neðri hæðinni frá 94-98... snilld!

Kikki bloggar, 30.8.2007 kl. 07:44

5 Smámynd: Púkinn

Seljahverfi?  Nei, næsti bær við - Skógahverfi.

Púkinn, 30.8.2007 kl. 09:59

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, þörf áminning, húsnæðisverðbólan er að springa. Mitt hús tífaldaðist í verði frá 1991-2007 (var í frekar slöku ástandi) en samt geri ég ekki það rétta, selja núna og fá milljón dollara plús og lifa á því sem eftir er á ódýrara svæði heimsins, semsagt hvar annars staðar sem er. Húsaverð er hátt og gengi krónu enn tiltölulega hátt. Varla gastu búist við því árið 1994 að húsið yrði yfir milljón dollara virði, enda hefði það verið yfir 100 milljónir þá vegna gengis dollars.

En flestir líta á hækkanirnar sem leyfi til ávísunar á aukna neyslu. Í stað þess að rembast við að gera húsin skuldlaus, þá eru þau seld til bankanna og keyptur jeppi sem afskrifast um þúsundir á dag. Síðan, þegar verðfallið kemur, þá situr fólk í súpunni. Reynum að forðast það eins og hægt er.

Ívar Pálsson, 30.8.2007 kl. 10:32

7 Smámynd: Sigurjón

Á að líta á íbúðarhúsnæði sem fjárfestingu sem á að græða á?  Mér finnst að líta eigi á húsnæði sem þak yfir höfuðið og nauðsynlegan þátt í félaxmálum fólks.  Það neyðir þig enginn til að kaupa hlutabréf, en þú þarft þak yfir höfuðið...

Sigurjón, 30.8.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband