Best að byrja að heilaþvo krakkana snemma

time_cover_bigPúkinn ber ekki mikla virðingu fyrir trúarbrögðum og gildir þá einu hvort um er að ræða nýleg fyrirbæri eins og Vísindakirkjuna, eða önnur eldri sem eiga rætur árþúsundir aftur í tímann.

Sé málið skoðað nánar, er munurinn nefnilega næsta lítill - trúarbrögðin eru byggð upp í kringum sterkan stofnanda og síðar ýmsa arftaka hans.  Öll trúarbrögð lofa fylgjendum sínum öllu fögru ef þeir fara eftir fyrirmælum stofnendanna, eða a.m.k. fyrirmælum þeirra eins og leiðtogar hvers tíma túlka þau.  Öll þykjast trúarbrögðin hafa fundið hinn eina stóra sannleik í einhverju formi.

Til að viðhalda trúarbrögðum þurfa að koma til nýjar og nýjar kynslóðir safnaðarmeðlima - þetta er ekki vandamál í sumum menningarsamfélögum þar sem aðeins ein trúarkenning er í boði og þeir nánast réttdræpir sem ekki fylgja línunni, en í öðrum löndum, eins og Bandaríkjunum er framboðið meira - fólk getur valið hvaða dellu það vill trúa.

Foreldrar vilja gjarnan að börn þeirra fylgi sömu trúarskoðunum og þau sjálf og besta leiðin til þess er nú bara að byrja að heilaþvo krakkagreyin nógu snemma.

Sumarbúðir vísindakirkjunnar eru ekkert frábrugðnar sumarbúðum annarra trúarhópa hvað þetta varðar.

Boðskapurinn er hins vegar jafnvel enn meira kjaftæði en boðskapur margra annarra, en Púkinn hefur áður minnst á það (sjá þennan hlekk eða þennan helkk).

Að lokum, hér hemur ein æfing Vísindakirkjunnar, sem er hluti af þjálfunarprógrammi OT-VII stigs:

OT7-48

1.   Find some plants, trees, etc., and communicate to them individually until you know they received your communication.
2.   Go to a zoo or a place with many types of life and communicate with each of them until you know the communication is received and, if possible, returned.

Það er nefnilega það.


mbl.is Tom Cruise sendi börn sín í sumarbúðir Vísindakirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega LAME að fólk falli fyrir þessu rugli og bara trúarBRÖGÐUM yfirhöfuð....sheesh

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: LM

Ég man nú ekki eftir þessu úr Vatnaskógi.

Ég náði nú ekki vitrænu sambandi við allt starfsfólkið, hvað þá hríslur í skóginum.

Kvöldvökurnar voru samt stuð.

LM, 29.8.2007 kl. 22:06

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

BRÖGÐ einmitt. Annars legg ég til að við skiptum út Lútersk-Evangelísku þjókyrkjunni okkar og fáum Vísindakirkjuna í staðinn, hún er miklu meira í tengslum við bankana og atvinnulífið og útrásina.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband